Heilun á gömlum fjölskyldumunstrum

Það er okkur öllum hollt að skoða fjölskyldusöguna okkar og þá helst hvernig ýmis fjölskyldumunstur hafa fylgt okkur í gegnum kynslóðirnar. Oft urðu þessi munstur til fyrir mörgum kynslóðum síðan en hafa ennþá sterk áhrif á líf okkar og fólksins í okkar nánasta umhverfi. Ekki er ólíklegt að sum okkar komi inn inn í þessa jarðvist með þá áætlun að heila og leysa upp gömul fjölskyldumunstur, heila fjölskyldulínuna og það ójafnvægi sem munstrin hafa skapað allt að sjö kynslóðir aftur í tímann.

Hægt er að nýta sér margs konar aðferðir við þessa vinnu en mikilvægasta atriðið er þó að hafa hugrekki til að stíga út úr óheilbrigðu fjölskyldumunstri með því að einfaldlega taka ekki þátt í því. Til að geta það þurfum við að skoða munstrið, skoða okkur sjálf og taka eftir því hvað gerir okkur gott og hvað ekki. Meðvirkni er oft stærsta áskorun okkar en með tímanum lærum við að sleppa tökunum og einblína á okkur sjálf. Við þurfum öll að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Það er ekki þitt hlutverk að bera ábyrgð á neinum öðrum fullorðnum einstaklingi.

Að brjóta upp gömul fjölskyldumunstur getur orðið til þess að dýnamíkin innan fjölskyldunnar breytist og ýmsum gæti orðið illa við þá breytingu. Það þarf því mikið hugrekki til að heilun fari af stað. Með því að fylgja okkar eigin sannleika munum við alltaf uppskera á endanum, jafnvel þó svo að okkar sannleikur samræmist ekki alltaf sannleika þeirra sem í kringum okkur eru – við getum alltaf verið sammála um að vera ósammála. Það að þekkja sinn eigin sannleika og lifa samkvæmt honum krefst mikils hugrekkis en getur um leið veitt okkur mikla lífshamingju!

Taktu þér tíma og skoðaðu fjölskyldumunstrin þín. Hvað þarf að laga og heila?

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl og @starcodesacademy og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post