Miðvikudagsspjallið 26. júní – Hvernig tengjumst við náttúruverum? – MYNDBAND

Náttúran hefur upp á fjölmörg ævintýri og upplifanir að bjóða okkur. Að tengjast henni, orku hennar og náttúruverum hefur reynst okkur afar dýrmætt í okkar vegferð og í raun nauðsynlegur hluti þess að vera jarðarbúi. Í Miðvikudagsspjalli vikunnar ræðum við hvernig við tengjumst náttúruverum og förum yfir þau atriði sem hafa reynst okkur vel við slíka tengingu. 
Miðvikudagsspjallið er í fríi í júlí en næsta eina útsending er miðvikudaginn 7. ágúst. Þangað til munum við rifja upp eldri viðfangsefni en af nógu er af taka þar sem útsendingarnar eru nú orðnar yfir 30 talsins. Við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YoutTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. 

Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

Share This Post