Miðvikudagsspjallið – 23. október 2024 – Hlutverk streitu á andlega heilsu! – MYNDBAND

Í Miðvikudagsspjallinu að þessu sinni ræðum við um streitu og áhrif hennar á andlega heilsu. Til að byrja með er gott að velta því fyrir sér hvað streita sé, vegna þess að áhrif hennar geta verið þess eðlis að fólk áttar sig ekki endilega á því að það sé að glíma við streitu. Hún getur birst í líkamlegum einkennum sem gefa til kynna að tími sé kominn til þess að minnka álagið sem fólk setur gjarnan á sig sjálft, mögulega vegna einhvers konar ábyrgðartilfinningar. En þegar við vitum að um streitu er að ræða, hvað er þá til ráða?

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar yfir 30 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

 

 

Share This Post