Miðvikudagsspjallið – 20. nóvember 2024 – Mikilvægi góðvildar – MYNDBAND

Í Miðvikudagspjallinu ræðum við um góðvild sem á sér margar myndir, en felur til að mynda í sér kærleika, hlýju og samkennd. Að sýna okkur sjálfum góðvild er afar mikilvægt, að við gefum sjálfum okkur séns, t.d. þegar okkur líður ekki vel, með því að hlúa að okkur sjálfum í stað þess að setja það framar öllu að standa við ákveðnar skuldbindingar. Að taka ábyrgð á okkar andlegu heilsu með því að setja mörk. En svo má einnig velta fyrir sér góðvild gagnvart öðrum og hvenær hún er orðin að meðvirkni eða jafnvel þroskaþjóf.

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar! 

 

Share This Post