Hvenær förum við þangað? Eru allir sem fara í 5 víddina? Munur á 3 og 5 víddinni? Hvernig get ég vitað í hvaða vídd ég er? Þetta er umræðuefni sem hægt væri að ræða í þaula en í Miðvikudagsspjallinu að þessu sinni gerum við tilraun til þess að svara þessum spurningum á sem einfaldastan hátt.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar um það bil 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!