Í spjalli vikunnar ræðum við um ljóstungumál eða light language. Hvað er það og hverjir tala, skilja það? Eru þetta eitt eða fleiri tungumál, talað eða ritað? Ljóstungumál birtist okkur á ólíkan hátt sem tákn, ljóskóðar og einnig sem talað tungumál, sem virðist vera að koma sterkar og sterkar í gegn og hlýtur þar af leiðandi að vera komið til okkar að hjálpa okkur að stíga upp.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!