Námskeið / Upptökur
Hér er hægt að nálgast upptökur af námskeiðum og fyrirlestrum sem við höfum haldið um ýmis viðfangsefni. Hægt er að lesa nánar um hvert og eitt þeirra með því að smella á viðkomandi námskeið.
Andleg vernd
Þá er námskeiðið Andleg vernd þar sem þær Alma og Hrabbý frá Starcodes skólanum fjalla um andlega vernd frá ýmsum sjónarhornum í þremur námskeiðshlutum. Í hverjum hluta er fræðsla um viðfangsefnið, spurningum þátttakenda svarað og leitt inn í praktískar æfingar.
Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þeim sem lengi hafa verið í andlegum málum. Við nálgumst efnið með það í huga að tíðnin breytist stöðugt og um leið geta þarfir okkar breyst, við heyrum af nýjum aðferðum sem mögulega henta okkur betur en þær gömlu.
Á fleygiferð inn í fimmtu víddina
Í fyrri hlutanum fjöllum við m.a. um ýmsar skilgreiningar á þriðju og fjórðu víddinni, skoðum hvernig rætt hefur verið um fimmtu víddina í tengslum við gömul menningarsamfélög líkt og Lemúríu og Atlantis og veltum fyrir okkur hvaða lærdóm draga megi af risi og falli þessara samfélaga.
Í seinni hlutanum beinum við sjónum að því hvernig fimmta víddin birtist okkur í dag, hvað það þýðir að vera í fimmtu víddinni og hvernig við höldum okkur þar. Við veltum einnig fyrir okkur spurningum eins og
Tunglið og ég
Mannkynið hefur jú lengi tengt við tunglið og áhrif þess á daglegt líf en í gegnum aldirnar hafa tengsl okkar við tunglið og náttúruna minnkað en með breyttri tíðni erum við aftur að styrkja tenginguna við orku þeirra.
Á námskeiðinu fjöllum við um tunglið, tunglfasana og hvernig hver þeirra hefur sína kosti. Við ræðum um hvernig tunglmerkið okkar (staða tungls við fæðingu) birtist í daglega lífinu, hvernig mismunandi staða tunglsins í hringnum getur haft áhrif á okkur og hvernig við getum fylgst með okkur sjálfum í gegnum merkin og frumefnin. Við fjöllum einnig um tæki og tól sem gott er að hafa til að vinna með tunglinu og hringrás þess.
Kristalar og ég
Leiðsagnarspil og ég
Við elskum leiðsagnarspil og notum þau daglega til að fá svör við ákveðnum spurningum og betri innsýn í viðfangsefnin sem liggja fyrir. Þann 6. desember 2023 buðum við upp á stutt námskeið um leiðsagnarspil þar sem við fórum yfir öll helstu grundvallaratriði varðandi notkun þeirra.
Námskeiðið var og er þátttakendum að kostnaðarlausu en hægt er að nálgast námkeiðið með því að fylla út skráningareyðublaðið undir hnappnum hér fyrir neðan.