Þín persónulega umbreyting

125.000 kr.

Námskeiðið Þín persónulega umbreyting er fyrir öll þau sem tilbúin eru að skoða sig á heiðarlegan og opinskáan hátt, vinna í hindrunum sínum, efla tengingar sínar við alheiminn og stefna í átt að draumum sínum. Æskilegt er að þátttakendur hafi reynslu af hugleiðslu og séu á einhvern hátt komnir af stað í sinni sjálfsvinnu.

Categories: ,

Description

Námskeiðið stendur yfir í 9 mánuði og á þeim tíma eru níu staðlotur (14 dagar alls), níu Zoom fundir, sex einstaklingstímar og fjöldi heimaverkefna. Skyldumæting er í alla tíma, bæði staðlotur og á Zoomfundi. 

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2024-2025 rennur út þann 15. ágúst 2024 en opið er fyrir umsóknir núna. Allar umsóknir eru lagðar fyrir Metatron erkiengil sem velur þátttakendur í hópinn. Umsóknir eru afgreiddar á 4ra vikna fresti en öllum umsóknum verður svarað fyrir 20. ágúst 2024. 

Námskeiðsgjald eru 636.000 krónur og greiðast 125.000 krónur í staðfestingargjald við skráningu. Þau sem skrá sig fyrir miðnætti 20. júlí fá 41.000 kr. afslátt af námskeiðisgjöldum og greiða því 595.000 fyrir námskeiðið. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt, nema til þess komi að umsókn sé hafnað. Í þeim tilvikum er staðfestingargjald endurgreitt að fullu. Hægt er að dreifa eftirstöðvum námskeiðisgjalda mánaðarlega frá skráningu en síðustu greiðslu skal inna af hendi í apríl 2025.