Pakkinn inniheldur eftirfarandi hugleiðslur:
- JARÐTENGING: Hér erum við leidd í gegnum djúpa og kraftmikla tengingu við Móður Jörð sem hjálpar okkur að ná hugarró og upplifa meira jafnvægi yfir daginn.
- LJÓSNÆRING: Í þessari dásamlegu heilunarhugleiðslu nærum við okkur með fallegu ljósi sem fyllir okkur af kærleiksríkri og heilandi orku.
- VERNDARENGILLINN Í GARÐINUM: Hér heimsækjum við fallegan garð þar sem við hittum og tengjumst verndarengilinum okkar og vinnum með honum.
- KLIPPT Á STRENGI MEÐ MIKAEL ERKIENGLI: Í þessari hugleiðslu hittum við Mikael erkiengil sem hjálpar okkur að klippa á orkustrengi við orku, fólk og atburði sem draga úr okkur mátt og halda aftur af okkur í lífinu í dag.
- DRAUMAR MÍNIR: Hér förum við inn í hjartað og skoðum hvaða drauma við eigum í lífinu og hvernig við getum látið þá verða að veruleika.
BÓNUS
- TENGING VIÐ KRISTAL MÓÐUR JARÐAR: Hér ferðast þú djúpt ofan í jörðina og kynnist orku kristalsins í miðju Móður Jarðar.