Starcodes Academy
Við styðjum þig við að umbreyta lífi þínu
Við erum Alma og Hrabbý og
við erum Starcodes skólinn
Starcodes skólinn styður jörðina og mannkynið á uppstigningarferðalagi sínu með því að efla fólk til að ná æðstu möguleikum sínum og lifa sinn tilgang, með ljóskóða og æðri leiðsögn sem okkar lykil tæki.
Stofnendur
Starcodes skólans
Starcodes skólinn var skapaður af Ölmu og Hrabbý snemma árs 2020 eftir að Hrabbý byrjaði að miðla ljóskóðum frá hinu forna Atlantis. Þeim var sagt af verum ljóssins að þær þyrftu að vinna frekar með ljóskóðana og byrjuðu því afla sér frekari upplýsinga með því að miðla efni frá Metatron erkiengli og öðrum ljósverum. Fljótlega kom í ljós að um var að ræða kerfi sem þær voru beðnar um að nýta til að styðja aðra við að umbreyta lífi sínu og lifa sinn æðsta tilgang. Þetta leiddi þær Ölmu og Hrabbý á 18 mánaða ferðalag þar sem þær miðluðu fræðsluefni, hugleiðslum og öðru efni fyrir níu mánaða prógramm.
Gildin okkar
Við eflum þátttakendur okkar til að umbreyta tilveru sinni í gegnum heiðarlega speglun, heilun, sköpun og (sam)tengingar.
Heilindi
Heilindi eru lykilatriði í allri sjálfsvinnu og þróun.
Umbreyting
Persónulegri umbreytingu er náð í gegnum heilun, sjálfsspeglun, sköpun og fjölbreytileika sem gerir okkur kleift að upplifa gleði, velsæld og okkar eigin mikilfenglega (eða stórbrotna) kraft.
Tenging
Sönn tenging við okkur sjálf, æðri leiðsögn og allt sem er færir okkur sanna tilfinningu þess að tilheyra og sterkan sjálfskærleik.
Viðburðir á næstunni
Hér getur þú séð næstu viðburði á vegum Starcodes skólans.
Lognið í storminum
Hvernig finn ég kyrrð þegar heimurinn er á hvolfi?
Finnst þér þú stundum eiga erfitt með að standa í fæturnar í storminum sem ríkir í samfélaginu? Upplifa óöryggi, bæði í þér og í samfélaginu í kringum þig? Að þú sért að reyna að halda fjölda bolta á lofti og óttist fátt eins mikið og að missa einn þeirra, því hvað gerist þá?
Á sama tíma virðist heimurinn á leiðinni á hvolf, mikil óvissa ríkir í heimsmálum og náttúran minnir reglulega á að henni verður ekki stjórnað.
Við þekkjum þessa tilfinningu vel og höfum í gegnum okkar vinnu þróað með okkur ýmsar aðferðir til að finna jafnvægi og ró þó úti geysi stormur.
Dagana 13.-15. janúar frá 17.30-18:45 bjóðum við upp á ókeypis vinnustofu á Facebook þar sem við deilum okkar reynslu og færum þér ýmis praktísk tól og hugmyndir sem vonandi hjálpa þér að finna jafnvægi og kyrrð í þínu lífi.
Viltu heyra frá okkur?
Með því að gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar getur þú fylgst með starfseminni hjá okkur, séð hvaða námskeið og viðburðir eru á döfinni á næstunni, séð hvenær við birtum nýjar greinar og myndbönd á blogginu okkar. Við hvetjum þig til að gerast áskrifandi og taka þátt í ferðalaginu með okkur.
Við elskum að fjalla um áhugaverð viðfangsefni tengd persónulegri umbreytingu, andlegum málum og þeirri áskorun sem við stöndum öll frammi fyrir að vera andlegar verur í jarðneskum líkama. Við hlökkum til að tengjast þér betur!
Bloggfærslur
Miðvikudagsspjallið – 15. janúar 2025 – Hvað er þessi 5. vídd? – MYNDBAND
Hvenær förum við þangað? Eru allir sem fara í 5 víddina? Munur á 3 og 5 víddinni? Hvernig get ég vitað í hvaða vídd ég er? Þetta er umræðuefni sem hægt væri að ræða í þaula en í Miðvikudagsspjallinu að þessu sinni gerum við tilraun til þess að svara þessum spurningum...
Miðvikudagsspjallið – 8. janúar 2025 – Er ástæða fyrir öllu sem gerist og því sem við erum að fást við? – MYNDBAND
Í fyrsta Miðvikudagsspjallinu á nýju ári byrjum við á því að segja frá ókeypis viðburði sem við verðum með á Facebook í næstu viku, sem ber heitið Lognið í storminum. Ástæðan fyrir þessari vinnustofu er sú að við höfum heyrt frá samfélaginu í kringum okkur að fólk á...
Hvað segja viðskiptavinir okkar?
Leiðsögukonurnar gerðu þetta einstaklega vel, af mikilli næmni á hópinn. Allt var mjög skipulagt, notalegt og gott. Ég fæ ekki séð að það hefði verið hægt að gera það betur.
Námskeiðið hefur gjörbreytt mér, frá því að vera alltaf í vörn, og búast við því versta frá fólki, í að vera opin sátt og ánægð með mig. Ég sé lífið í lit núna. Ég gat losnað við gamlan sársauka endanlega, gaf mér betri sýn á mig, ég er umburðarlyndari, en drama er ekki lengur í kring um mig, fórnarlambið dó. Það voru meiri skil í hvað var gott fyrir mig, og að sjá að því væri hægt að breyta, finn meiri ró, ég þarf ekki að vera superwoman, og mikið betra að setja mörk. Þetta er kraftaverkavinna, mannbætandi, mjög gott.
Hefur gert mig að þeirri manneskju er ég er í dag. Breytt hugsun, jafnaðargeð og ótrúleg líkamleg hreinsun. Það koma stormar en þá lægir og dýrðar logn og fegurð augnabliksins varir. Ég er komin heim.
Í dag horfi ég fram á veginn, finnst ég ekki eins föst í farinu. Breytt viðhorf gagnvart öðru fólki. Finnst alltaf vera að upplifa meira og meira.
Ég hef fundið fyrir auknum vexti og þroska jafnt og þétt frá upphafi, hélt ég væri komin langt í upphafi þar sem ég hef verið á ferðalagi sjálfsræktar mun lengur. Þetta varð svona toppurinn yfir allt. Ennþá meiri skilningur, ennþá meiri ró (var nú töluverð fyrir) ennþá meiri kærleikur og friður og ég mundi segja að það er fátt sem kemur mér úr jafnvægi í dag, skrítið að skrifa það en enn meiri dásemd að upplifa það alla daga. Ég nálgast hluti, mál, samskipti með allt öðrum hætti nú sem gerir það að verkum að mér líður eins og mér líður. Ég er ekki ein, ljósveran ég, það eru miklu fleiri í kringum mig sem hjálpa mér og styðja mig og það er algjörlega dásamlegt.
Einstaklega markvisst, nærandi, styrkjandi og skemmtilegt námskeið sem fékk „litlu“ Guðrúnu Birnu til þess að stækka og blómstra og öðlast dásamlega sálarró, mikla stækkun á kærleika í hjarta inn og út
Ég er svo miklu ánægðari og hamingjusamari með mitt líf í dag sem smitar til barna og barnabarna minna. Gagnvart vinum þá hafa sumir á orði að ég sé breytt til hins betra, mun jákvæðari, brosmildari og öll hressari. Þeir sem vita að ég fór á þetta námskeið sjá að það gerði mjög góða hluti fyrir mig.
Líðanin innra með mér batnaði og það hefur áhrif á öll samskipti. Á auðveldara með að sýna kærleik og sætti mig betur við sjálfa mig og met sumt enn meira t.d. náttúruna. Er í meira jafnvægi og dregið úr þunglyndi, aðeins minna egó, er meira sama hvað öðrum finnst. Er á öðrum og betri stað bæði fyrir sjálfa mig og aðra í mína samfélagi og mun halda áfram á þessu ferðalagi. Óendanlega spennandi og mörg tækifæri og hef kynnst þessu frábæra fólki leiðsögukonum og nemendum. Líður bara almennt mjög vel og miklu betur en áður og er meira vakandi fyrir líðan og duglegri að greina og taka á vanda sem kemur upp. Er full þakklætis til ykkar leiðsögukvenna og ykkar hinna, og líka til almættisins að leiða mig á þessa braut, endalaust þakklát, veit ekki hvar ég væri án ykkar. Þakklæti fyrir allan þann stuðning, skilning og elsku sem ég hef notið hjá leiðsögukonunum, hann er mér ómetanlegur.