Orkusteinar og spil

Orkusteinar og spil

Hvað er Orkusteinar?

Orkusteinar er lítil verslun sem við rekum frá bækistöðvum okkar í Kópavogi, þar sem við erum reglulega með opin hús. Þú getur séð hvenær næst er opið með því að kíkja í dagatalið okkar.  Orkusteinar eru hluti Starcodes skólans og bjóðum við upp á gott úrval af kristöllum og leiðsagnarspilum ásamt öðrum vörum tengdum andlegri iðkun, svo sem bækur, kertastjaka, skart og fleira. Við byggjum á nær tveggja áratuga reynslu okkar af að vinna með bæði kristalla og leiðsagnarspil. Alma byrjaði að flytja inn kristalla og leiðsagnarspil fyrir um 15 árum með móður sinni í tengslum við kristalla- og spilanámskeið. Við byggjum því á góðum grunni þegar kemur að því að aðstoða þig við að finna vörur sem henta þér eða þeim sem þeim sem þér þykir vænt um.

Um Orkusteina

Á samfélagsmiðlum Orkusteina á Facebook og Instagram er að finna upplýsingar um hluta af okkar vöruúrvali, myndir af kristöllum og virkni þeirra ásamt myndum af hluta þeirra spila sem til eru. Við gerum okkar besta til að bjóða upp á nýjar útgáfur spila sem og breitt úrval af stokkum sem eiga alltaf við en hafa ólíka orku og myndir.

Við aðstoðum við val á vörum og deilum spilalögnum og upplýsingum um þá kristalla sem við höfum skrifað um á íslensku. Einnig höfum við tekið saman kristalla byggða á ákveðnum þemum, til dæmis til að styðja við betri svefn, auka einbeitingu, dýpka hugleiðslu og fleira.

Hvað gerir okkur öðruvísi?

Við leggjum áherslu á að versla við heiðarlegar heildsölur þar sem vitað er um uppruna vörunnar. Það er okkur mikilvægt að vita að höfundar fái greitt fyrir sín verk þegar kemur að spilum og bókum og því erum við aðeins í viðskiptum við útgefendur eða heildsölur sem þeir mæla með. Sama á við um kristallana, við gerum okkar besta til að hafa upplýsingar um uppruna þeirra og að skipta við aðila sem hafa þá sýn að gott siðferði sé hluti af góðum viðskiptum og að í aðfangakeðjunni sé borin virðing fyrir fólki, landi og samfélögum. Okkar helsti heildsali hittir alla sína birgja ef mögulegt er og leggur ríka áherslu á sanngirni og siðferði í viðskiptum.

Endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum okkar og skoðaðu upplýsingarnar sem þar eru!