Engla Reiki
Uppgötvaðu töfra Engla Reiki
Hvað er Engla Reiki?
Engla Reiki heilunarkerfinu var miðlað af Metatron erkiengli í gegnum Kevin Core fyrir 20 árum síðan og er nú notað um allan heim. Grunnurinn er sóttur í Usui og Shamballa en við bætast magnaðar samstillingar við englana og ríki þeirra.
Orka Engla Reikis er létt og þægileg enda á tíðni englanna en um leið mögnuð upplifun bæði fyrir þá sem þiggja og fyrir þá sem eru milliliðir fyrir orkuna.
Engla Reiki er kennt á tveimur námskeiðum:
- Engla Reiki 1 og 2 þar sem fyrstu tvær samstillingarnar eru gerðar á sama námskeiði en það er kennt á 19 klukkustundum yfir helgi.
- Engla Reiki 3 og 4 er meistarastigsnámskeið en þá taka þátttakendur við samstillingum fyrir tvö stig auk þess að bæta við tveimur nýjum heilunaraðferðum. Námskeiðið er þrír dagar.
Nánari lýsing Á hvoru námskeiði
Gott er að láta líða a.m.k. sex mánuði milli námskeiða til að leyfa orkunni að vinna með hverjum þátttakanda. Við hvert stig er gerð samstilling við tíðni englanna og tekið við Reiki táknum. Táknin þarf ekki að læra þar sem englarnir sjá um þá vinnu fyrir okkur, enda eru þeir mun hæfari til þess en við sem erum milliliður fyrir orkuna.
Við tengjum við engil sem hefur það hlutverk að vinna með okkur að heilun í þessu lífi en auk þess vinnum við með meisturum, gyðjum og vetrarbrautarheilurum á fyrsta námskeiðinu.
Það er upplifun að tengja við þessa mögnuðu orku og fá að leiða hana áfram til þeirra sem þiggja en við getum líka notað hana til sjálfsheilunar. Margir byrja að finna strax fyrir áhrifum þegar tekin er ákvörðun um að vera með á námskeiðinu en því fylgir einfaldur en áhrifaríkur undirbúningur.
Þetta hefur alma að segja um Engla Reiki:
Það sem heillaði mig við þessa aðferð var hversu létt orkan er. Ég hafði unnið í um 10 ár með hefðbundna orkuheilun og vann þar með englum, meisturum og öðrum verum en Engla Reiki orkan er einfaldlega allt öðruvísi.
Kerfið er einfalt og öruggt, ef þeim skrefum er fylgt sem lagt er upp með erum við í öryggi með að miðla tíðni englanna, og erum því aðeins í orku þeirra og er hún mun léttari en sú orka sem ég vann í áður.
Ég hef heyrt það sama frá öðrum sem hafa unnið með Usui Reiki eða aðrar tegundir heilunar, þetta er einfaldlega allt önnur orka að vinna í. Engla Reiki fer vel með öðrum meðferðum og eru nokkrir sem nota það með t.d. OPJ, cranio o.fl.
Ég legg mikla áherslu á að hafa námskeiðin praktísk svo gerðar eru nokkrar æfingar á hvoru námskeiði en þátttakendur vinna þar djúpa vinnu með sig sjálfa sem og aðra. Á fyrra námskeiðinu æfum við heilun með englum og meisturum, fjarheilun og fyrrilífaheilun sem er mjög áhugaverð leið til að heila þætti sem hafa áhrif á okkur í dag.
Mér þykir jarðtenging og vernd mjög mikilvæg í allri heilunarvinnu auk þess sem ég deili annarri reynslu minni sem meðferðaraðili. Einnig er mér mikilvægt að skapa öruggt rými til að ræða upplifanir og spyrja spurninga enda markmiðið ekki aðeins að læra aðferð til að nota fyrir aðra heldur einnig að vinna með okkur sjálf.