Þín persónulega

umbreyting

Ferðalag sjálfsskoðunar

Hvað vilt þú?

Þráir þú að fá eitthvað meira og betra út úr lífinu? Upplifir þú þreytu, pirring eða jafnvel vonleysi yfir því að endurtaka alltaf sömu hringrásina án þess að neitt breytist?

Áttu erfitt með að setja þér og öðrum mörk, þá sérstaklega þeim sem næst þér standa? Ertu í hlutverkum í lífinu sem aðrir hafa sett þig í frekar en að þú hafir valið þau?

Viltu ná stjórn á þínu lífi og lifa því fyrir þig?

Finnurðu að þú þarft að gera breytingar en vantar stuðning og handleiðslu við að finna út hverjar þær breytingar eiga að vera?

Við skiljum vel hvernig er að vera á þessum stað

Hvernig tilfinning það er að finnast við hafa einhversstaðar tekið vitlausa beygju í lífinu, ekki hlustað nægilega vel á hjartað, ekki horfst í augu við okkur sjálf á heiðarlegan hátt. Finnast við ekki hafa fulla stjórn á eigin lífi.

Hvernig það er að taka þarfir annarra fram fyrir þarfir okkar sjálfra og eiga erfitt með að komast upp úr þeim hjólförum.

Hvernig það er að þrá að elska okkur nóg til að trúa því að við eigum allt það besta skilið og að við megum láta okkur líða betur. Við eigum það öll skilið! Hvert eitt og einasta.

Við þekkjum þá tilfinningu að vita að við þurfum að gera breytingar en fallast hendur þegar kemur að því að finna út hvar í ósköpunum við eigum að byrja!

Er ekki kominn tími til að þú lifir þínu besta lífi og takir á móti öllu því frábæra sem heimurinn hefur að færa þér?

Námskeiðið Þín persónulega umbreyting er í raun 9 mánaða meðganga að nýju lífi. Vilt þú gefa þér þá gjöf?

Námskeiðið er byggt á orkustöðvavinnu og er sambland af persónulegri leiðsögn, hugleiðslum, fræðslu, hópavinnu, samveru, dagbókarskrifum og fjölbreyttum heimaverkefnum.

 
Á námskeiðinu ÞÍN PERSÓNULEGA UMBREYTING eru þátttakendur leiddir í ferðalag sjálfskoðunar þar sem m.a. er spurt:

  • Hver er ég?
  • Hverjir eru draumar mínir í lífinu og á hvaða hátt er ég að vinna að því að láta þá rætast?
  • Hvað er helst að hindra mig í að lifa því lífi sem mig langar að lifa? Er ég að standa í vegi fyrir sjálfri mér á einhvern hátt?
  • Hvernig get ég lágmarkað þessar hindranir eða hreinlega rutt þeim úr vegi?
  • Hvernig get ég æft mig í að setja bæði sjálfri mér og öðrum heilbrigð mörk?
  • Hvað get ég gert til að vera besta útgáfan af sjálfri mér og lifa í sátt og samlyndi við allt sem er?

Öllu efni námskeiðsins, hugleiðslum, fræðslu o.s.frv. var miðlað af Hrabbý og Ölmu undir leiðsögn Metatron erkiengils sem hefur yfirumsjón með prógramminu. Námskeiðið er því einstakt í sinni röð og aðeins í boði á Íslandi enn sem komið er.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námið er fyrir öll þau sem tilbúin eru að skoða sig á heiðarlegan og opinskáan hátt, vinna í hindrunum sínum, efla tengingar sínar við alheiminn og stefna í átt að draumum sínum. Æskilegt er að þátttakendur hafi reynslu af hugleiðslu og séu á einhvern hátt komnir af stað í sinni sjálfsvinnu.

Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er 15. ágúst en sérstakt snemmskráningartilboð er fyrir þau sem skrá sig fyrir miðnætti 20. júlí næstkomandi (sjá nánar hér fyrir neðan).

Smelltu á hnappinn til að fá enn meiri upplýsingar í tölvupósti.

Um námskeiðið

 

Námskeiðið stendur yfir í 9 mánuði og á þeim tíma eru níu staðlotur (14 dagar alls), níu Zoom fundir, sex einstaklingstímar og fjöldi heimaverkefna.

Námskeiðið er 140 kennslustundir auk þess sem gert er ráð fyrir um 400 stundum í heimavinnu. Námskeiðinu fylgja hátt í 60 hljóðupptökur af fræðsluefni, æfingum og hugleiðslum, innrammaður persónulegur ljóskóði, kristall, dagbók, lokað samfélag á Facebook til stuðnings og persónulegur stuðningur í gegnum allt námið.

Sjáðu hvað þátttakendur okkar hafa að segja um námskeiðið

„Ég gat losnað við gamlan sársauka endanlega, gaf mér betri sýn á mig, ég er umburðarlyndari, en drama er ekki lengur í kring um mig, fórnarlambið dó.“

Helga

„Líðanin innra með mér batnaði og það hefur áhrif á öll samskipti.“

Þátttakandi

„Er í meira jafnvægi og dregið úr þunglyndi, aðeins minna egó, er meira sama hvað öðrum finnst.“

Þátttakandi

„Námskeiðið hefur gjörbreytt mér, frá því að vera alltaf í vörn, og búast við því versta frá fólki, í að vera opin sátt og ánægð með mig.“

Helga

„Á svo mörgum sviðum farinn að gefa mér meira pláss og rými til að sjá hvað skiptir mig verulega miklu máli.“

Svana

„Ég er hætt að æða áfram og gera, ég er meira að forgangsraða í mínu lífi og skoða hvað ég vil og leyfa mér að anda og vera.“

Svana

Skólaárið 2024-2025

Hér fyrir neðan eru dagsetningar fyrir staðlotur og zoomfundi. Staðlotur hefjast um 9:30 og lýkur um 16:30.

Skyldumæting er á allar staðlotur og zoomfundi.

Zoomfundir eru eftirfarandi miðvikudaga frá 17:30-18:45.

Staðlotur

  • 6.-8. september (fös-sun)
  • 5. október (lau)
  • 1.-2. nóvember (fös/lau)
  • 29.-30. nóvember (fös/lau)
  • 11. janúar (lau)
  • 31. janúar – 1. febrúar (fös/lau)
  • 1. mars (lau)
  • 5. apríl (lau)
  • 2.-4. maí (fös/lau)

Zoomfundir

  • 18. september
  • 16. október
  • 13. nóvember
  • 11. desember
  • 22. janúar
  • 12. febrúar
  • 12. mars
  • 16. apríl
  • 14. maí

Umsóknarfrestur og verð

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2024-2025 rennur út þann 15. ágúst 2024 en opið er fyrir umsóknir núna. Allar umsóknir eru lagðar fyrir Metatron erkiengil sem velur þátttakendur í hópinn. Umsóknir eru afgreiddar á 4ra vikna fresti en öllum umsóknum verður svarað fyrir 20. ágúst 2024.

Námskeiðsgjald eru 636.000 krónur en 125.000 króna staðfestingargjald greiðist strax við skráningu. Hægt er að dreifa eftirstöðvum námskeiðsgjalda mánaðarlega frá skráningu en síðustu greiðslu skal inna af hendi í byrjun apríl 2025.

Staðfestingargjald er óafturkræft.

Snemmskráningartilboð! Þau sem skrá sig fyrir miðnætti 20. júlí fá 41.000 króna afslátt af námskeiðsgjöldum og greiða því alls 595.000 krónur.

Athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna.

Við vekjum athygli á kynningarfundi sem við héldum þann 10. apríl, þar var farið nánar yfir uppbyggingu  námskeiðsins og gefinn kostur á að spyrja spurninga. Þú getur horft á kynningarfundinn hér.

Hafir þú áhuga á að heyra af reynslu fyrri þátttakanda í náminu hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og við tengjum ykkur saman.

Þín persónulega umbreyting er aðeins í boði á Íslandi eins og er. Ef þú hefur áhuga á því að vita meira um námskeiðið, hafðu þá vinsamlegast samband við okkur.