Umsagnir viðskiptavina
Umsagnir viðskiptavina
Hvað segja viðskiptavinir okkar um námskeiðið Þín persónulega umbreyting?
„Leiðsögukonurnar gerðu þetta einstaklega vel, af mikilli næmni á hópinn. Allt var mjög skipulagt, notalegt og gott. Ég fæ ekki séð að það hefði verið hægt að gera það betur.“
„Er glaðari og ánægðari, horfi öðrum augum á lífið, hvað get ég gert í dag til að breyta viðhorfi mínu til batnaðar. Farin að jarðtengja mig og hreinsa mig og allt í kringum mig, er búin að gera þetta síðan við byrjuðum.“
“„Það hefur verið svo undursamlegt að kynnast öllum og finna loksins að hér í þessum hópi þátttakenda og leiðsögukvenna var ég komin heim. Hér er í þessum hópi hef ég getað tjáð mig umbúðalaust og mér hefur hlotnast sú gjöf að geta opnað inn á mínar tilfinningar og líðan og fundið samkennd og skilning. Á sama hátt hef ég getað gefið það sama til hinna þátttakendanna.“
„Líðanin innra með mér batnaði og það hefur áhrif á öll samskipti. Á auðveldara með að sýna kærleik og sætti mig betur við sjálfa mig og met sumt enn meira t.d. náttúruna. Er í meira jafnvægi og dregið úr þunglyndi, aðeins minna egó, er meira sama hvað öðrum finnst. Er á öðrum og betri stað bæði fyrir sjálfa mig og aðra í mína samfélagi og mun halda áfram á þessu ferðalagi. Óendanlega spennandi og mörg tækifæri og hef kynnst þessu frábæra fólki leiðsögukonum og nemendum. Líður bara almennt mjög vel og miklu betur en áður og er meira vakandi fyrir líðan og duglegri að greina og taka á vanda sem kemur upp. Er full þakklætis til ykkar leiðsögukvenna og ykkar hinna, og líka til almættisins að leiða mig á þessa braut, endalaust þakklát, veit ekki hvar ég væri án ykkar. Þakklæti fyrir allan þann stuðning, skilning og elsku sem ég hef notið hjá leiðsögukonunum, hann er mér ómetanlegur.“
„Treysti betur skynjun minni í dag en ég gerði fyrir námskeið og hlusta einnig betur á það sem er að koma til mín í hugboðum, svefni og er farin að spyrja meistara, engla og sálina spurninga og treysti svarinu sem kemur. Ég hef lært að hlusta og spyrja sálina um ýmis verkefni sem ég er að hugsa og er að framkvæma. Að hlusta og spyrja hef ég tekið út úr þessum 9 mánuðum. Besta gjöf í heimi er að geta talað við allar hjálparverurnar sem eru í kringum okkur.“
„Ég gæti betur að hugsunum mínum gagnvart mér sjálfri, finn fyrir meiri festu í mér, stend með mér og þori frekar að standa á mínu. Sé líka meira mína ábyrgð í samskiptum við aðra. Finn betur að það er óþarfi að keyra mig út fyrir eitthvað sem ég hef ekki áhuga á. Set meiri mörk og finn að ég er tilbúin að sleppa tökum á þeim samböndum sem eru mér til leiðinda frekar en nokkuð annað. Já, ég skynja það að ég er minnar gæfu smiður og get laðað til mín það sem ég vil og hef sannarlega laðað til mín það sem ég þorði varla að trúa að ég gæti, en það var að greiða upp skuldir sem ég var með og peningarnir komu til mín á marga vegu sem var skemmtilegt. Ég hef meiri trú á mér og mér líður loksins eins og að ég sé ekki ein heldur er til fólk sem líður eins eða líkt og mér og skilur mig. Að hreinsa út fullt af gömlum tilfinningum og finna hvað ég styrktist í mér og fá öll þessi verkfæri til að halda áfram að vinna vinnuna sem ég vil gera. Ég er sterkari manneskja eftir að hafa gengið í gegnum þetta og er með dýpri pælingar hvað varðar mig og mína hegðun og finn hvað það er gagnlegt að skoða mína hegðun t.d.“
„Sé sjálfa mig og lífið frá öðrum sjónarhól. Á svo mörgum sviðum farin að gefa mér meira pláss og rými til að sjá hvað skiptir mig verulega miklu máli. Ég er opnari og meira vakandi fyrir að taka eftir lífinu og hlusta. Ég er hætt að æða áfram og gera, ég er meira að forgangsraða í mínu lífi og skoða hvað ég vil og leyfa mér að anda og vera. Ég er svo glöð að fara í þetta nám sem gaf mér svo margt að spá í. Þetta hefur hægt all verulega á hamstrahjólinu. Ég er farin að hlusta á hjartað, skoða hvað ég virkilega vil gera og hvernig ég vil njóta, hvað er þess virði að skoða og spá í og hvernig ég vil hafa mitt líf, það er það sem ég er að spá í núna og margt eftir að koma. Meira til að skoða og spekúlera hvað og hvers er þess virði að lifa í og með.“
„Í dag horfi ég fram á veginn, finnst ég ekki eins föst í farinu. Breytt viðhorf gagnvart öðru fólki. Finnst alltaf vera að upplifa meira og meira.“
„Námskeiðið hefur nýst mér vel, ég horfi á veröldina með meiri víðsýni, hef aukið sjálfstraust og í betra jafnvægi til þess að takast á við brekkur sem koma í lífinu. Tjái mig meira út frá því hver ég er og ekki eins hrædd við gagnrýni.“
„Námskeiðið hefur gjörbreytt mér, frá því að vera alltaf í vörn, og búast við því versta frá fólki, í að vera opin sátt og ánægð með mig. Ég sé lífið í lit núna. Ég gat losnað við gamlan sársauka endanlega, gaf mér betri sýn á mig, ég er umburðarlyndari, en drama er ekki lengur í kring um mig, fórnarlambið dó. Það voru meiri skil í hvað var gott fyrir mig, og að sjá að því væri hægt að breyta, finn meiri ró, ég þarf ekki að vera superwoman, og mikið betra að setja mörk. Þetta er kraftaverkavinna, mannbætandi, mjög gott.“
„Námskeiðið hefur gjörbreytt mér, frá því að vera alltaf í vörn, og búast við því versta frá fólki, í að vera opin sátt og ánægð með mig. Ég sé lífið í lit núna. Ég gat losnað við gamlan sársauka endanlega, gaf mér betri sýn á mig, ég er umburðarlyndari, en drama er ekki lengur í kring um mig, fórnarlambið dó. Það voru meiri skil í hvað var gott fyrir mig, og að sjá að því væri hægt að breyta, finn meiri ró, ég þarf ekki að vera superwoman, og mikið betra að setja mörk. Þetta er kraftaverkavinna, mannbætandi, mjög gott.“
„Það var mjög gott hvað leiðsögukonurnar voru opnar og tjáðu sig vel og voru með mikið af upplýsingum sem nýttust okkur. Ég hef fengið nýja sýn á það hvað ég var búin að loka á að hlusta á þau skilaboð sem ég fæ. Lært að hlusta betur á mína innri sál og treysta betur á það sem ég er að upplifa og get fundið út úr því hvað það þýðir fyrir mig og þá sem ég er að vinna með.“
„Mér finnst ég vera orðin sterkari á svo margan hátt (á þá ekki við líkamlega 😉) og meira tengdari sjálfri mér. Mér finnst ég vera að vakna, farin að sjá hluti í öðru ljósi en ég gerði áður – var reyndar löngu byrjað hjá mér en jókst verulega. Ég er mun duglegri að hugleiða auk þess fór ég að sjá sjálfa mig í aðeins öðru ljósi en ég hafði gert áður – þekki sjálfa mig betur. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allan stuðninginn, hlýjuna og kærleikann sem þið kennarar hafið sýnt mér og okkur öllum á þessu magnaða ferðalagi þar sem margt óvænt kom upp og ég taldi mig jafnvel vera búna að vinna með. Sjálf hef farið í gegnum töluverða andlega vinnu og var þetta dásamleg – og ekki síður öflug viðbót við alla þá vinnu. Ég mæli innilega mikið með þessu námskeiði fyrir alla, hvort sem þeir séu að hefja sína andlegu vinnu eða telja sig vera búna að vinna alveg heilmikið í sér.“
„Ég er einhvern veginn sáttari með allt og skynja betur eins og að slaka á og að vinnan sé ekki allt heldur líka að ég þarf að sinna mér eins vel og ég hef verið að gera með vinnuna. Ég hef þroskast mikið í þessu ferli og náð að sjá bæði líf mitt og lífið almennt í öðru ljósi. Ég sem Ayurveda nuddari og heilari hef náð betri árangri í minni vinnu að mér finnst eftir námskeiðið þar sem ég er bæði næmari og tengdari eftir skólann og ég tala nú ekki um öll verkfærin sem við fengum í hendurnar til að vinna í okkur betur. Þetta er krefjandi verkefni en 100% þess virði. Tengingin sem varð á milli okkar allra nemenda og einnig leiðbeinendur var svo yndislegt og náðum við fullu trausti okkar á milli svo við áttum auðvelt með að tjá okkur enda var engin þarna til að dæma mann fyrir eitt eða neitt.“
„Ég er svo miklu ánægðari og hamingjusamari með mitt líf í dag sem smitar til barna og barnabarna minna. Gagnvart vinum þá hafa sumir á orði að ég sé breytt til hins betra, mun jákvæðari, brosmildari og öll hressari. Þeir sem vita að ég fór á þetta námskeið sjá að það gerði mjög góða hluti fyrir mig.“
„Er vakandi og tengd en ekki fjarlæg mér sem ég var oft og í öðrum hugarheimi. Nú er ég í núinu og nýt ferðalagsins sem ég er í á jörðinni.“
„Ég hef fundið fyrir auknum vexti og þroska jafnt og þétt frá upphafi, hélt ég væri komin langt í upphafi þar sem ég hef verið á ferðalagi sjálfsræktar mun lengur. Þetta varð svona toppurinn yfir allt. Ennþá meiri skilningur, ennþá meiri ró (var nú töluverð fyrir) ennþá meiri kærleikur og friður og ég mundi segja að það er fátt sem kemur mér úr jafnvægi í dag, skrítið að skrifa það en enn meiri dásemd að upplifa það alla daga. Ég nálgast hluti, mál, samskipti með allt öðrum hætti nú sem gerir það að verkum að mér líður eins og mér líður. Ég er ekki ein, ljósveran ég, það eru miklu fleiri í kringum mig sem hjálpa mér og styðja mig og það er algjörlega dásamlegt.
Einstaklega markvisst, nærandi, styrkjandi og skemmtilegt námskeið sem fékk „litlu“ Guðrúnu Birnu til þess að stækka og blómstra og öðlast dásamlega sálarró, mikla stækkun á kærleika í hjarta inn og út.“
„Hefur gert mig að þeirri manneskju er ég er í dag. Breytt hugsun, jafnaðargeð og ótrúleg líkamleg hreinsun. Það koma stormar en þá lægir og dýrðar logn og fegurð augnabliksins varir. Ég er komin heim.“
„Í stuttu máli þá var reynslan góð námslega, félagslega og skemmtileg. Það sem ég lærði best var sjálfsöryggi, að standa með mér. Það sem er líka svo undur gott er að allir eru góðir! Við fengum jákvæða rýni og jákvæða hvatningu. Ólíkar konur sem hittust reglulega í vetur og áttu innihaldsríkar stundir saman. Það er engin spurning að það er gagnlegt að ræða um verkefnin, hvort sem manni líkar það vel eða ekki þá hefur maður bara gott af því og ég hef aðeins þjálfast í því að tala um sjálfa mig og segja hugsanir upphátt, það er heill hellingur. Leiðsögukonurnar stóðu sig frábærlega vel það var vel haldið utanum námskeiðið og hvern og einn þátttakanda mér fannst þær vera faglegar og lögðu sig 100% fram í því sem þær gerðu. Virkilega góðar fyrirmyndir.“
„Ég er meira tilbúin að vera sú sem ég er og leyfa þessu andlega að vera hluti af mínu daglega lífi. Að leyfa fólki að sjá mig eins og ég er og segja frá því sem ég er að pæla í og upplifa. Hvað var það besta við námið? Að vera með hópi fólks í andlegum málefnum og geta verið ég sjálf. Það var gott að vera tilneydd til þess að takast á við ákveðna hluti sem ég hefði kannski ekki gert ein með sjálfri mér og fá tækifæri til þess að læra meira um sjálfa mig og styrkja mig í því sem ég er að gera. Þín persónulega umbreyting var jákvætt framhald af þeirri vinnu sem ég hafði þegar unnið síðastliðin ár. Námið hjálpaði mér að skilja sjálfa mig enn betur og þá sérstaklega mína næmni. Ég er sáttari við sjálfa mig og bý yfir meira öryggi og ákveðni. Mér finnst ég vera meira tilbúin en áður fyrir næstu skref í mínu lífi, sama hver þau eru. Það var gott og gaman að verja vetrinum með fólki sem talar sama tungumál og ég þegar kemur að andlegum málefnum.“