Að fæða hugmynd
Að fæða hugmynd
Áttu þér draum að starfa við heildrænar meðferðir
en veist ekki hvar eða hvernig þú átt að byrja?
Í gegnum starf okkar höfum við hitt mikið af fólki sem hefur í gegnum ýmis námskeið og þjálfun sankað að sér þekkingu og hæfni í margvíslegum heildrænum meðferðum. Margir eiga sér þann draum að kveðja núverandi starfsvettvang og snúa sér eingöngu að því að vinna í ljósinu en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja.
Þess vegna (og vegna þess að í gegnum orkubreytingarnar á jörðinni þurfum við allar hendur á dekk!) ákváðum við að setja saman praktískt námskeið til að hjálpa fólki með þessi fyrstu skref.
Um hvað snýst námskeiðið?
Í fyrsta hluta námskeiðsins einblínum við á að skilgreina gildi okkar, finna hvaða verkfæri við eigum í verkfærakassanum okkar, skoða styrkleika okkar og hvar við þurfum meiri hjálp eða upplýsingar.
Í seinni hluta námskeiðsins eru stuttar og hnitmiðaðar kynningar um praktíska hluti s.s. startkostnað, rekstrarumhverfi, kynningarmál og fleira.
Í þriðja og síðasta hluta sameinum við svo greiningarvinnuna okkar og praktísku þekkinguna og nýtum til að búa til einfalda og vel skilgreinda áætlun um næstu skref með tímasettum vörðum.
Þegar námskeiði lýkur gefst þátttakendum svo kostur á að njóta áframhaldandi leiðsagnar Starcodes Academy til að þróa hugmyndir sínar lengra. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þær Alma og Hrabbý, stofnendur Starcodes Academy. Þú getur lesið nánar um menntun þeirra og reynslu hér.