Veltir Þú fyrir þér?
-
Hver er þessi fimmta vídd?
-
Höfum við verið þar áður?
-
Hvernig komumst við þangað núna?
-
Hvernig höldum við okkur þar?
-
Hvernig breytist samfélagið?
-
Hvað getum við gert til að ýta undir breytingar?
-
Hvernig náum við að vera andlegar manneskjur í jarðnesku lífi?
Okkar nálgun á viðfangsefnið
Það skemmtilegasta sem við stöllur gerum er að deila því sem við höfum lært með áhugasömu og hugsandi fólki. Dagana 8. og 22. febrúar heimsóttum við Sálarrannsóknarfélag Íslands og ræddum um 5. víddina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Bæði erindin voru send út og tekin upp á Zoom.
Fyrri kvöldið beindum við sjónum okkar að gömlum menningarsamfélögum líkt og Lemúríu og Atlantis, tilurð þeirra og tilgang. Við veltum einnig fyrir okkur hvaða lærdóm við getum dregið af risi þeirra og falli. Einnig veltum við upp þeirri áhugaverðu spurningu hvort mannkynssagan sé í raun rétt skrifuð?
Seinna kvöldið beindum við sjónum okkar að því hvernig fimmta víddin birtist okkur í dag, hvað það þýðir að vera í fimmtu víddinni, hvernig við komumst þangað og höldum okkur þar.
Hvernig nálgast þú námskeiðið?
Meðlimir Hjartaakursins hafa aðgang að erindunum á akrinum, en einnig er hægt að kaupa þau hér fyrir neðan. Bæði erindin eru seld saman og kosta þau 5.000 krónur. Þú getur pantað aðgang að fyrirlestrunum með því að fylla út pöntunareyðublaðið hér fyrir neðan.