
Á 9 mánaða námskeiðinu ÞÍN PERSÓNULEGA UMBREYTING eru þátttakendur leiddir í ferðalag sjálfskoðunar þar sem m.a. er spurt:
- Hver er ég?
- Hverjir eru draumar mínir í lífinu og á hvaða hátt er ég að vinna að því að láta þá rætast?
- Hvað er helst að hindra mig í að lifa því lífi sem mig langar að lifa? Er ég að standa í vegi fyrir sjálfri mér á einhvern hátt?
- Hvernig get ég lágmarkað þessar hindranir eða hreinlega rutt þeim úr vegi?
- Hvernig get ég æft mig í að setja bæði sjálfri mér og öðrum heilbrigð mörk?
- Hvað get ég gert til að vera besta útgáfan af sjálfri mér og lifa í sátt og samlyndi við allt sem er?
Öllu efni námskeiðsins, hugleiðslum, fræðslu o.s.frv. var miðlað af Hrabbý og Ölmu undir leiðsögn Metatron erkiengils sem hefur yfirumsjón með prógramminu. Námskeiðið er því einstakt í sinni röð og aðeins í boði á Íslandi enn sem komið er.
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 8. ágúst 2023. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og sækja um hér.