
(Hér fyrir neðan er texti af síðu Heimsljósmessunnar)
Heimsljósmessan er haldin ár hvert í september og hefur verið hýst í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
Mannræktarfélag Íslands er framkvæmdaraðili messunnar. Öllum er velkomið að taka þátt.
Á Heimsljósmessunni er að finna:
- Hollustuveitingastað með hádegismat, kaffi og kökum yfir daginn.
- Fjölmarga fyrirlestra
- Meðferðir: stuttir prufutímar í allskyns meðferðum, breytilegt ár frá ári. Ekkert gjald er greitt fyrir þær en meðferðaraðilar þiggja frjáls framlög. Meðal annars er spilaspá, heilun, höfuðbeina og spjald svo og Bowen.
- Hugleiðsluherbergi með mismunandi hugleiðslu alla helgina.
- Markaðstorg: sala og kynningar á listum, námskeiðum, mat og ýmsu sem tengist mannrækt og heilsu.
- Hóptíma svo sem skyggnilýsingar, trommuferðir og dans.