Endurstilling sálarinnar

 

(Soul Realignment)

Endurstilling sálarinnar (Soul Realignment)

Hvað er Endurstilling Sálarinnar?

Endurstilling sálarinnar er aðferð til að sjá hvað hindrar þig í að ná þeim árangri sem vonir standa til um, hverjir eru þínir styrkleikar og þetta er leið til að hreinsa veginn og byrja að velja þá leið sem færir þér þá velsæld sem þú átt skilið.

Hvernig þá?

Með því að ná í upplýsingar í Akashic skrá þína um það hvaðan sálin þín á uppruna sinn og hvaða eiginleikar fylgja þeim sálum sem eru þaðan. Einnig hvaða styrkleikum sál þín býr yfir og hvernig þú heldur þínu besta jafnvægi.

Hvernig gagnast það þér?

Þú hreinsar það sem er að hindra þig í að lifa þínu besta lífi og getur betur valið það sem er rétt fyrir þig. Með því að gera það styrkist þú í að laða að þér það sem hentar þér best. Það er líka gott að vita hvað það er sem kemur ójafnvægi á þig og þína leið og um leið hvað það er sem þarf að gerast til að stíga frá þeim aðstæðum sem valda ójafnvæginu.

Það koma líka upplýsingar um hvort og hvað úr fyrri lífum er að halda aftur af þér þegar kemur að því að gera það sem þú þráir og er rétt fyrir þig. Hvaða ákvarðanir tókst þú í fyrra lífi sem þú hélst við þar til að sálin yfirgaf þann líkama og hafa enn áhrif í þessu lífi.

Mikilvægt er þó að vera til í að gangast við því að þú berð ábyrgð á þínu lífi, enginn annar því að eftir að við förum yfir skýrsluna þá tekur við heimanám í 21 dag. Heimanámið er að lesa yfirlýsingar sem rjúfa tengslin við það sem liðið er og er að hefta þig. Ef eitt skipti gleymist þá þarf að byrja upp á nýtt þar til að 21 degi hefur verið náð óslitið. Einnig er mikilvægt að hafa þann ásetning að rjúfa þessi tengsl enda er það þér í hag.

Hvað færð þú?

Skýrslu með upplýsingum um uppruna þinn, styrkleika þína og fyrri líf

Heimavinnu sem sniðin er að þínum verkefnum

Yfirferð á skýrslunni á Zoom fundi og upptöku af fundinum

Þú þarft að gefa upplýsingar um fullt nafn við fæðingu/skírn, núverandi fullt nafn, fæðingardag og fæðingarstað. Með því að gefa þessar upplýsingar ertu að gefa leiðsögukonu leyfi til að fara í Akashic skrárnar. 

Mögulega er ekki hægt að lesa skrárnar þínar. Í því tilfelli er hluti gjaldsins endurgreiddur, vinsamlega skoðið skilmála hér neðst á síðunni eða við kaup.

Við mælum með að bæta við heilunar- og eða dáleiðslutímum meðan heimavinnan er unnin og eftir hana, en hægt er að panta tíma hjá Oddfreyju leiðsögukonu.

Oddfreyja er reyndur heilari, dáleiðari og cranio meðferðaraðili. Hún er leiðsögukona fyrir Endurstillingu sálarinnar (Soul Realignment) og mun hafa samband við þig til að bóka tíma fyrir yfirferð skýrslunnar þegar hún er tilbúin.