Hádegishugleiðsla á aðventu – 4. desember 2024 – MYNDBAND

Næstu miðvikudaga gefum við spjallinu okkar smá frí en viljum í staðinn leiða þig inn í kyrrð og ró í hádegishugleiðslu í beinni útsendingu á Facebook og Instagram klukkan 12:00 á miðvikudögum fram að jólum. Í amstri desember mánaðar er ekkert betra en að staldra aðeins við, njóta og tengjast sjálfum sér og skapa þannig meiri innri ró. Staldraðu aðeins við og vertu með okkur kl. 12 á næstu miðvikudögum í beinni.

💓Þessi fyrsta hugleiðsla leiðir okkur inn í frið og ró auk þess að tengja okkur við Móður Jörð og englana. Hún á við allt árið um kring. Við vonum að þið njótið vel!💓

Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

 

Share This Post