Finnst þér þú stundum…
- …eiga erfitt með að standa í fæturnar í storminum sem virðist ríkja í samfélaginu?
- …upplifa óöryggi, bæði í þér og í samfélaginu í kringum þig?
- …að verið sé að toga þig og teygja í ótal áttir?
- …að þú sért að reyna að halda fjölda bolta á lofti og óttist fátt eins mikið og að missa einn þeirra, því hvað gerist þá?
Á sama tíma virðist heimurinn á leiðinni á hvolf, mikil óvissa ríkir í heimsmálunum og náttúran minnir reglulega á að henni verður ekki stjórnað.
Hvernig eigum við að finna kyrrð og ró í eigin lífi þegar stormurinn geisar úti við? Hvað getum við gert til að halda jafnvægi og leyfa okkur að blómstra þrátt fyrir að heimurinn virðist vera á hvolfi?
Við þekkjum þessar tilfinningar vel og vitum hvernig er að vera á þessum stað, en í gegnum okkar vinnu höfum við fundið aðferðir sem virka fyrir okkur, aðferðir sem hjálpa okkur að skapa ró og öryggi þó stormurinn geysi allt um kring.
Dagana 13. – 15. janúar frá 17:30 – 18:45 bjóðum við þér á ókeypis vinnustofu á Facebook, þar sem við deilum okkar reynslu og færum þér ýmis praktísk tól og hugmyndir sem vonandi hjálpa þér að finna jafnvægi og kyrrð í þínu lífi.
Smelltu á tengilinn til að skrá þig!