Dagana 25.-27. apríl bjóðum við upp á Engla Reiki 1 og 2 vinnustofu í Reykjavík.
Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum.
Þessi vinnustofa kennir hina mögnuðu heilunaraðferð sem Engla Reiki er og er kennt yfir föstudagskvöld 18.00-22.00, laugardag 9.30-17.30 og sunnudag 9.30-16.30. Þátttakendur taka á móti 1. og 2. gráðu Engla Reiki á þessum tíma og fá praktíska reynslu í nokkrum mismunandi meðferðaraðferðum.
Samstillingin (attunement), sem tengir þátttakendur við heilunarenglana sína sem vinna með hverjum einstaklingi þar eftir, inniheldur Reiki tákn sem eru samstillt gegnum tíðni englanna. Þessi tákn voru gefin mannkyninu af St. Germain á tímum Atlantis. Ekki er þörf á að læra táknin.