Getum við öll verið ljósberar? Er það kannski tilgangur okkar? Stutta svarið er já. Það er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þau sem hafa það að leiðarljósi að senda frá sér ljós og kærleika þurfa að passa að hlúa einnig að sjálfum sér og vera meðvituð um það að vera leiðarljós felur í sér að ganga á undan með góðu fordæmi.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 50 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!