Engla Reiki námskeið
Engla Reiki námskeið
Engla Reiki 1 & 2 vinnustofa
Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum.
Þessi vinnustofa kennir hina mögnuðu heilunaraðferð sem Engla Reiki er og er kennt yfir föstudagskvöld 18.00-22.00, laugardag 9.30-17.30 og sunnudag 9.30-16.30. Þátttakendur taka á móti 1. og 2. gráðu Engla Reiki á þessum tíma og fá praktíska reynslu í nokkrum mismunandi meðferðaraðferðum.
Samstillingin (attunement), sem tengir þátttakendur við heilunarenglana sína sem vinna með hverjum einstaklingi þar eftir, inniheldur Reiki tákn sem eru samstillt gegnum tíðni englanna. Þessi tákn voru gefin mannkyninu af St. Germain á tímum Atlantis. Ekki er þörf á að læra táknin.
Þessi vinnustofa gefur þér:
- Vinnu með karma þar sem unnið er með að klippa á tengsl sem ekki þjóna okkur og hreinsun englanna fyrir hverja innstillingu.
- Fulla innstillingu á Engla Reiki fyrsta og annað stig.
- Praktíska reynslu af heilun þar sem miðlað er heilunarorku englanna, þriðja auga heilun, heilun með meisturum og vetrarbrautarheilurum, og fjölvídda- og fyrri lífa heilun.
- Leiðsögn varðandi sjálfsheilun, fjarheilun, að meðhöndla ófrískar konur, börn og dýr.
- Praktísk ráð varðandi heilunarmeðferðir.
- Master kristal sem heldur heilunartáknum englanna.
- Handbók á íslensku.
- Fræðslu og hugleiðslu á myndbandi um orkustöðvarnar 12 en það er undirbúningur fyrir námskeiðið.
- Táknin sjö sem gefin voru eru virkjuð á tíðni englanna í gegnum hin sjö stig forms og Guðlegs forms gegnum Metatron erkiengil.
- Samstillingu við englaríki ljóssins í elleftu víddinni í gegnum Metatron erkiengil.
- Skírteini um að þjálfun sé lokið á fyrsta og öðru stigi Engla Reiki.
Sem heilari sem vinnur á þennan hátt með englunum gerir þú sjálfum þér, mannkyninu og plánetunni gott.
Námskeiðið kostar 57.500 og innifalið í því er kristall og prentuð handbók á íslensku.
Alma kennir næst námskeið í Reykjavík 25.-27. apríl.
Greiða þarf 15.000 króna staðfestingargjald við skráningu og lokagreiðsla þarf að hafa borist a.m.k. 15 dögum fyrir námskeið. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Fyrirspurnir er hægt að senda á englareiki@starcodesacademy.com.
Engla Reiki Meistarastigs vinnustofa
Þessi vinnustofa er opin þeim sem hafa Engla Reiki 1&2 skírteini og sem eru tilbúnir til að halda áfram á næsta stig, hvort sem er til persónulegrar þróunar, til að styrkja sig eða til að kenna Engla Reiki.
Þessi vinnustofa er kennd yfir þrjá heila daga og er kraftmikil reynsla sem leggur grunnin fyrir alheimsorku uppstigningar sem flæðir til okkar. Hún vekur upp hið Guðlega innra með okkur og þátttakendur hljóta öldu kærleika sem streymir frá hjarta vetrarbrautarinnar. Hún staðsetur þátttakendur í sínum eigin andlega krafti og þekkingu á sjálfum sér sem hinir uppstignu meistarar sem þeir sannarlega eru.
Þessi vinnustofa gefur þátttakendum:
- Tækifæri til að nota aftur heilunaraðferðirnar sem kenndar eru í 1&2 vinnustofunni
- Tækifæri til að deila og læra af heilunarreynslu
- Heilun í gegnum augnsamband eins og notað var á Atlantis
- Heilun með Sálarhóps orku
- Heilun með orku Guðlegrar nærveru og Guðlegrar blessunar
- 13 tákn sem eru hlið til fjölvíddarheilunar, virkjuð til englasviðs í gegnum hin sjö stig forms og Guðlegs forms af Metatron erkiengli
- Fulla samstillingu við 3. og 4. stig Engla Reiki
- Gjöf æðri þekkingar sem gefin er að Sarim, prinsum Engla Ríkisins
- Heilunaræfingar
- Ráð um hvernig á að kenna Engla Reiki vinnustofur og leiða Engla Reiki samstillingar
- Yfirgripsmikla Meistara kennsluhandbók á íslensku (prentuð handbók fyrir 3&4 og kennsluhandbók fyrir 1&2)
- Skírteini um þjálfun sé lokið fyrir 3. og 4. stig Engla Reiki sem gefur réttindi til að kenna Engla Reiki
Sem Engla Reiki meistara kennarar geta þátttakendur verið vissir um að englarnir eru með þeim á öllum vinnustofum sem þeir kenna, og þeir geta verið vissir um að þeir hafa stuðning englanna hvenær sem þeir leiða samstillingar.
Gera þarf ráð fyrir undirbúningi fyrir námskeiðið eins og fyrir það fyrra.
Námskeiðið kostar 87.000 krónur.
Fyrirspurnir er hægt að senda á englareiki@starcodesacademy.com, við hvetjum þig til að hafa samband ef þú þarft að skipta greiðslum fyrir námskeiðið.
Alma verður með næsta námskeið í Reykjavík 27.-29. mars 2025.
Skráningar á námskeiðið eru aðeins í gegnum skráningarformið hér að neðan.