Engla Reiki er dásamlega mjúk en kröftug heilunaraðferð sem við getum notað dags daglega fyrir okkur sjálf, fjölskyldu, vini og dýrin okkar, sem og boðið viðskiptavinum.
Engla Reiki 3 og 4 vinnustofan er þrír heilir dagara og er fyrir þau sem lokið hafa Engla Reiki 1 og 2. Að námskeiði loknu eru þátttakendur Engla Reiki meistarar og hafa réttindi til að kenna Engla Reiki.
Þátttakendur læra tvær nýjar heilunaraðferðir og vinna auk þess með aðferðirnar sem kenndar voru á fyrra námskeiði. Gerð er samstilling við 3. og 4. stig Engla Reikis.
Þar sem meðferðarvinna krefst sjálfsvinnu þá er áhersla lögð á að þátttakendur vinni með sig, næri sig og njóti, um leið og tenging við englana er styrkt.
Nánari upplýsingar um námskeiðið eru á vefsíðunni hér fyrir neðan.