Loading Events

« All Events

Sálarfóður

júní 19 @ 6:00 e.h. - 8:00 e.h.

ISK3500

Sálarfóður er fyrst og fremst hugsað sem gefandi stundir þar sem við njótum samveru við hvort annað og hugsanlega lærum eitthvað nýtt um okkur sjálf og heiminn í leiðinni.

Hver stund er einstök þar sem unnið er með ólík viðfangsefni, og nýtt ýmis tæki og tól sem geta hjálpað okkur að efla andlegar tengingar okkar og traust til þeirra vera sem við vinnum með. Þannig eflum við einnig tenginguna við okkur sjálf og eigum auðveldara með að hlusta á rödd hjartans.

Tímarnir henta bæði þeim sem eru að taka fyrstu skrefin á sinni andlegu braut, og þeim sem lengra eru komnir, því það er jú alltaf gagnlegt að rifja upp og endurmeta það sem áður hefur verið lært. Þannig styrkjum við okkur og eflum í hverju skrefi.

Stundina leiðum við, Hrabbý og Alma, en við munum stilla inn á orkuna fyrir samveruna og fylgja þeirri leiðsögn sem við fáum fyrir hverja Sálarfóðurs stund.

Við hvetjum þig til að koma með bók og skriffæri til að skrifa hjá þér upplifanir og upplýsingar sem þú færð.

Það er nauðsynlegt að skrá sig og aðeins eru 18 pláss í boði.

Við hlökkum til að eiga með ykkur gefandi stundir.

Details

Date:
júní 19
Time:
6:00 e.h. - 8:00 e.h.
Cost:
ISK3500
Event Category:
Website:
https://starcodesacademy.com/is/salarfodur/

Venue

Starcodes skólinn
Krókháls 5A, 2. hæð til vinstri
Reykjavík, 110
+ Google Map
Phone
6912710
View Venue Website