Hvað getum við boðið þér?
Viltu fá okkur í heimsókn eða spjall?
Alma og Hrabbý hafa lengi verið að í andlega heiminum og hafa mjög gaman af að deila sinni reynslu og þekkingu.
Við hvetjum þig til að hafa samband hafir þú áhuga á spjalli eða heimsókn frá þeim stöllum.
Þær hafa verið gestir í hlaðvörpum, haldið fyrirlestra og námskeið um fjölbreytt efni, leitt hugleiðslur og ýmislegt fleira. Báðar hafa þær langa reynslu af að leiða hópa og halda rými fyrir fólk hvort sem er innan fyrirtækja, í félagsstarfi eða andlegri vinnu.
Meðal viðfangsefna sem þær geta fjallað um og unnið með eru:
Andleg vernd
Englaverur (englar, drekar, einhyrningar)
Náttúruverur s.s. álfar, tröll, blómálfar
Persónuleg umbreyting
Fimmta víddin
Að vera andleg í jarðnesku lífi
Mikilvægi heiðarlegrar sjálfskoðunar
Hvernig getum við leyft okkur að skína?
Hvað gerist þegar við göngum á móti okkur?
Hverjir eru draumar mínir og hvernig get ég látið þá rætast?
Að vinna með náttúrunni
Sköpun og heilun í gegnum hana
Áhrif orku á börnin
Áhrif orkubreytinga á líkama og taugakerfi
Heilun
Engla Reiki
Jarðarheilun
Að vinna með orku staða og bygginga
Ljóskóðar
Atlantis
Innri kortlagning s.s. gildi, styrkleikar, draumar
Töfrar í daglegu lífi
Kulnun / lífskulnun og endurhæfing
Alma og Hrabbý sérsníða námskeiðið að hverjum hópi og geta boðið upp á samveru hjá þér, úti í náttúrunni eða annars staðar sem hentar hverju sinni.
Við hvetjum þig til að koma með upplýsingar um hópinn þinn og hverju þið hafið áhuga á og þær setja saman fyrirlestur, vinnustofu eða aðra hópavinnu sem mætir ykkar þörfum.