Hvernig eigum við notalegan desember? – Myndband

 

Desember er mánuður sem vekur allskonar tilfinningar í hjörtum okkar. Margir elska ljósadýrð og jólastúss en aðrir kvíða myrkrinu og kuldanum sem þessum árstíma fylgir.

Hringrásirnar okkar segja okkur að nú sé tíminn til að leggjast í hýði og hvíla, fara inn á við og skoða hvað það er sem við viljum breyta og bæta í lífi okkar á meðan að samfélagið segir okkur að nú sé tíminn til að keyra upp orkuna, setja jólalögin á fullt, baka, þrífa, kaupa gjafir, fara í jólaboð og svo framvegis.

Það er því ekki óeðlilegt að við finnum fyrir kvíða og stressi þegar að þessar andstæður takast á í orkukerfinu okkar. En hvað getum við gert til að vinna með hringrásunum í stað þess að fara á móti þeim?

Mikilvægar spurningar að velta fyrir sér eru t.d. hvaðan jólahefðirnar okkar koma og hvort við njótum þeirra í raun og veru? Hvernig viljum við raunverulega hafa desember og hvað er það sem skiptir okkur mestu máli. Í síðasta miðvikudagsspjalli ræddum við Alma þetta viðfangsefni og veltum fyrir okkur ýmsum hliðum málsins. Í meðfylgjandi myndbandi getur þú hlustað á okkur stöllur ræða þetta viðfangsefni og velta upp ýmsum hliðum þess. 

Hvernig er þinn desember?

 

Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

Share This Post