Lifðu þinn tilgang

námskeiðið

Lifðu þinn tilgang

námskeiðið

Hvað er

Lifðu þinn tilgang?

Námskeiðið Lifðu þinn tilgang er sjálfstætt framhald námskeiðsins Þín persónulega umbreyting og er því skilyrði fyrir þátttöku að hafa lokið því námskeiði (einnig opið fyrir þær sem sátu í prufuhópi). Í námskeiðinu felst áframhaldandi sjálfsvinna en þema þeirrar vinnu snýst fyrst og fremst að því að trúa og treysta skynjun sinni og krafti.

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur:

  • komi auga á og hreinsi þær hindranir sitja fastar í öllum líkömum s.s. fastar tilfinningar, bæði meðvitaðar og ómeðvitaðar
  • tengist meðvitað í gegnum ástundun og æfingar ytri orkukerfum s.s. orkukerfum Jarðarinnar, annarra sólkerfa og pláneta (sérstök áhersla á Síríus), Atlantis og annarra fornra menningarheima til að vinna enn frekar með orkuna, efla tengingar og stækka vitund sína og skilning
  • komi á vinnusambandi á milli sín og þeirra ljósvera sem að verkefninu koma
  • vinni markvisst í gegnum æfingar og ástundun að því að finna leiðir til að ganga veginn sinn og lifa sinn sanna tilgang

Efni námskeiðs

vígslur ljóskóða fjögurra nýrra orkustöðva ásamt fræðslum og hugleiðslum þeim tengdum

hugleiðslur og fræðslur tengdar viðfangsefni námskeiðsins

ýmsar æfingar og verkefni tengd viðfangsefni námskeiðsins (bæði einstaklings- og hópverkefni)

Praktískar upplýsingar

Námskeiðið er samsett úr 4 staðlotum, 3 heilsdags fjarfundum, 2 leiðsagnartímum og 2 heilunartímum. Staðloturnar eru eftirfarandi: 

Föstudagur 4. október (staðlota) 9:30 – 16:30

Föstudagur 25. október (veffundur) 9:30 – 16:30

Föstudagur 15. nóvember (staðlota) 9:30 – 16:30

Föstudagur 6. desember (veffundur) 9:30 – 16:30

Föstudagur 3. janúar (staðlota) 9:30 – 16:30

Föstudagur 24. janúar (veffundur) 9:30 – 16:30

Föstudagur, laugardagur 14.-15. febrúar (staðlota) 9:30 – 16:30

 

Dagsetningar leiðsagnartíma og heilunartíma verða gefnar upp í upphafi námskeiðs. 

Námskeiðsgjald er 385.000 kr. og greiðast 77.000 kr. í staðfestingargjald við skráningu. Öðrum greiðslum er svo hægt að dreifa á 5 mánuði (frá 1. október – 1. febrúar). Hægt er að byrja að greiða fyrr ef óskað er eftir að dreifa á fleiri mánuði. 

Af hverju er áhersla á Síríus?

 

Tengingar við Síríus eru afar mikilvægar á þessum tímapunkti og felst vinnan mikið í að efla þær. Markmiðið er að sækja þekkinguna sem okkur var aðgengileg þegar við vorum á Síríus en öll höfum við á einhverjum tímapunkti dvalið þar. Sú pláneta er þegar upprisin og því höfum við aðgang að sálartengingum þar með mikla visku um hvernig hægt er að hraða uppstigningu jarðar og mannkyns. Hvernig má svipta hulunum hraðar af og gera andlega hæfileika hluta af hversdagslegu lífi en ekki eitthvað sem er öðruvísi og skrítið og aðeins gert við sérstök tilefni eða aðstæður.

Hefur þú áhuga á námskeiðinu?