
Hvernig eigum við að finna kyrrð og ró í eigin lífi þegar stormurinn geisar úti við? Hvað getum við gert til að halda jafnvægi og leyfa okkur að blómstra þrátt fyrir að heimurinn virðist vera á hvolfi?
Við þekkjum þessar tilfinningar vel og vitum hvernig er að vera á þessum stað, en í gegnum okkar vinnu höfum við fundið aðferðir sem virka fyrir okkur, aðferðir sem hjálpa okkur að skapa ró og öryggi þó stormurinn geysi allt um kring.
Dagana 13. – 15. janúar frá 17:30 – 18:45 bjóðum við þér á ókeypis vinnustofu á Facebook, þar sem við deilum okkar reynslu og færum þér ýmis praktísk tól og hugmyndir sem vonandi hjálpa þér að finna jafnvægi og kyrrð í þínu lífi.