Mér líður eins og ofurhetju!

Í vikunni kom út fyrsta sólóplatan mín sem hlotið hefur nafnið ÉG.
Í svo mörg ár taldi ég mér trú um að ég gæti ekki samið tónlist af því að ég spila ekki á hljóðfæri. Ég var líka handviss um að ég væri ekkert sérstaklega góð tónlistarkona og líklegast væru afar fáir sem myndu hlusta á það sem ég hefði að segja.
Það tók mig 25 ár að sigrast á þessum efasemdapúkum á öxlunum mínum og láta drauminn minn rætast. Ég þurfti í raun að týna sjálfri mér og finna mig aftur til þess að skilja hvað sköpunin og tónlistin skipta mig miklu máli.
Nú líður mér eins og ég hafi unnið heimsmeistaratitil! Ég er svo stolt af sjálfri mér og svo þakklát öllum þeim sem studdu mig á ýmsan hátt í gegnum ferlið.
𝗧𝗮𝗸𝗸 é𝗴 𝗳𝘆𝗿𝗶𝗿 𝗮ð…
…hafa tekist á við stórar áskorarnir og sigrað
…leyfa sjálfri mér að vera mannleg og breysk
…skilja að ég ber ábyrgð á eigin hamingju
…leyfa mér að elta draumana mína
…læra að elska sjálfa mig meira og meira á hverjum einasta degi
Ég er svo stolt af sjálfri mér og svo þakklát ykkur öllum fyrir að hlusta, en hægt er að hlusta á plötuna á Spotify hér
Fyrir þau sem hafa áhuga á að fylgjast með mér á samfélagsmiðlum er Instagramsíðan mín hér og Facebooksíðan hér
Kærleiksknús, 
Hrabbý 

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post