Hver er máttur bænarinnar og þess að biðja ljósverurnar um aðstoð? Stutta svarið er að máttur bænarinnar er mjög mikill og sterkur, en þess vegna má ekki gleyma því að biðja. Biðja um vernd og hjálp fyrir okkur sjálf eða aðra. Það skal tekið fram að bæn tengist ekki ákveðnum trúarbrögðum, þar sem við erum ekki að biðja til neins ákveðins guðs eða spámanns, heldur er bæn hrein og tær ósk til þess almættis sem við tengjumst.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!