Í Miðvikudagsspjalli vikunnar ræddum við um mikilvægi þess að tengjast Jörðinni og náttúrunni. Náttúran hefur fært okkur svo margar fallegar gjafir í gegnum tíðina, sem við hefðum líklegast misst af hefðum við ekki gefið okkur tíma til að tengjast henni.
Í meðfylgjandi myndbandi ræðum við okkar reynslu af því að tengjast náttúrunni og þá mörgu frábæru kosti sem slík tenging og samvera hefur.
Viðfangsefnið var vel við hæfi en í vikunni hófum við einmitt sölu á glænýjum hugleiðslupakka sem heitir Tengjumst náttúrunni. Í pakkanum er að finna fjórar hugleiðslur sem tengja okkur við ólík fyrirbæri í náttúrunni og leyfa okkur að dvelja í henni og upplifa. Að auki er í pakkanum hugleiðsla sem leiðir okkur í ferðalag að kristalnum í miðju Móður Jarðar. Þú getur kynnt þér hugleiðslupakkana okkar betur hér.
Þráir þú að tengjast náttúrunni betur?
Miðvikudagsspjallið er fastur liður kl. 12:00 á Facebooksíðu Starcodes skólans.
Hvað vilt þú heyra okkur tala um? Sendu okkur ábendingar á samfélagsmiðlum og við setjum þitt viðfangsefni í púkkið.
Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!