Miðvikudagsspjallið – 2. október 2024 – Hvað er sannleikur út frá gervigreind (AI)? – MYNDBAND

Í spjalli vikunnar veltum við fyrir okkur áhrifum gervigreindar á sannleikann hið innra og hið ytra. Það er margt jákvætt við gervigreind, sérstaklega þegar kemur að tæknilegum atriðum, eins og snjallmennum sem geta svarað einföldum og algengum fyrirspurnum hratt og örugglega. Gervigreind kemur þó kannski ekki í staðinn fyrir mannleg samskipti og blæbrigði þegar kemur að tilfinningum og tjáningu – eða hvað finnst þér?

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar yfir 30 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

 

Share This Post