Í Miðvikudagsspjallinu okkar 24. janúar veltum við fyrir okkur áhrifunum af því þegar við sem mannkyn erum alltaf föst í baksýnisspeglinum? Erum við að fóðra allt það slæma sem gerðist með því að einblína of mikið á það? Gætum við skapað betri heim með því að einblína á allt það góða sem hefur gerst? Þetta og margt meira í meðfylgjandi myndbandi.
Eins og áður var spjallið kl. 12:00 í beinni útsendingu á Facebooksíðu Starcodes skólans.
Hvað vilt þú heyra okkur tala um? Sendu okkur ábendingar á samfélagsmiðlum og við setjum þitt viðfangsefni í púkkið.
Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!