Af hverju er mikilvægt að vinna með fleiri en sjö orkustöðvar? Síðastliðin ár höfum við unnið með 12 orkustöðvar og rúmlega það vegna þess að orkan á jörðinni er að breytast, en í kjölfarið þróast orkukerfið okkar og orkustöðvar líka. Hver orkustöð hefur sitt hlutverk, en hlutverk þeirra er einnig að breytast, sem þýðir að ef við erum ekki að vinna með þær allar þá erum við ekki að nýta til fulls alla þá möguleika sem orkustöðvarnar bjóða okkur upp á.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar yfir 30 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!