Hvað er skyggnigáfa? Höfum við öll skyggnigáfu eða er hægt að þróa hana með sér? Hvað hefur reynst okkur vel við að efla okkar skyggnigáfu?
Það eru ýmsar leiðir til þess að þróa skyggnigáfu en það sem skiptir kannski mestu máli í því samhengi er sjálfsvinna, en hún skiptir sköpum til þess að geta verið tær farvegur fyrir það sem vill koma í gegn, auk þess sem það er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja starfa við slíkt að hlúa að sjálfum sér til þess að missa ekki heilsuna. Við erum einnig skyggn á svo ólíkan hátt að það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 50 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!