Miðvikudagsspjallið – 30. október 2024 – Hvað eru verndarenglar? – MYNDBAND

Hvað eru verndarenglar? Hvert er hlutverk þeirra og hvernig tengist ég verndarenglinum mínum? Verndarenglar eru verur sem hafa verið með sálinni okkar frá því að hún varð til og eru því sú vitund sem þekkir okkur best og hafa fylgt okkur í gegnum allar áskoranir í öllum lífum. Þeir vita hvað við þurfum þó við vitum það ekki sjálf. En við þurfum að vinna með verndarenglinum okkar, biðja hann um aðstoð og styrkja sambandið við hann.

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

 

Share This Post