Miðvikudagsspjallið – 4. september 2024 – Hvað er þetta “allt sem er”? – MYNDBAND

Hvað er þetta “allt sem er”? Það eru svo margir sem upplifa sig einan á svo margan hátt, eru óöruggir, hræddir, jafnvel aftengdir, ekki í góðum tengslum við sjálfan sig eða aðra. Að setjast niður og tengja sig, til dæmis við jörðina, náttúruna eða engla og aðrar ljósverur, hjálpar okkur við að styrkja tengslin við okkur sjálf, við annað fólk og við þann stuðning sem stendur okkur til boða. Ef við tengjum við að vera aftengd, þá er alltaf leið til þess að verða aftur tengd. Þá er um að gera að byrja á tengingunni við jörðina, við ljósverurnar, við að leyfa okkur að finna að það er óendanlegur kærleikur og stuðningur þarna úti.

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar yfir 30 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar! 

 

Share This Post