Hvað er sannleikur í okkar hjarta? Sannleikurinn okkar þarf ekki alltaf að vera eins og annarri og við getum þurft að sleppa takinu af því að fólkið í kringum okkur deilir ekki okkar sannleika. Sannleikur manns getur einnig breyst eftir því sem við lærum og þroskumst. Það getur verið erfitt þegar hann á ekki lengur við um manneskjuna sem við erum orðin en við erum jafnvel föst í viðjum vanans.
Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar hátt í 50 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!