Miðvikudagsspjallið – 8. janúar 2025 – Er ástæða fyrir öllu sem gerist og því sem við erum að fást við? – MYNDBAND

Í fyrsta Miðvikudagsspjallinu á nýju ári byrjum við á því að segja frá ókeypis viðburði sem við verðum með á Facebook í næstu viku, sem ber heitið Lognið í storminum. Ástæðan fyrir þessari vinnustofu er sú að við höfum heyrt frá samfélaginu í kringum okkur að fólk á erfitt með að finna innri frið og ró, þegar staðan er eins og hún er í veröldinni okkar í dag og spyr sig hvort eitthvað sé að breytast, og þá til betri vegar.

Viðfangsefni Miðvikudagsspjallsins að þessu sinni er hins vegar sú spurning hvort ástæða sé fyrir því sem gerist og því sem við erum að fást við? Getum við haft áhrif á þau verkefni sem við fáum í lífinu, stór sem smá?

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar um það bil 40 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!

 

Share This Post