Að tengjast náttúrunni og upplifa gjafir hennar er dásamleg gjöf að gefa sér og öðrum, því við erum jú öll hluti af náttúrunni og hún er hluti af okkur.
Mörg okkar finna nú ríkari þörf til að tengjast Móður Jörð og hringrásum hennar betur og lifa í meiri samhljómi og samvinnu við hana, bæði af virðingu fyrir Móður Jörð og einnig vegna innri löngunar til að hægja á lífinu, stíga út úr hringiðu nútímasamfélags og upplifa innri kyrrð og frið. Þar gegnir Jörðin/náttúran og tenging við hana lykilhlutverki.
Við höfum sett saman hugleiðslupakkann 𝐓𝐞𝐧𝐠𝐣𝐮𝐦𝐬𝐭 𝐧á𝐭𝐭ú𝐫𝐮𝐧𝐧𝐢 þar sem við leiðum inn í fjórar hugleiðslur og tengjum við mismunandi þætti náttúrunnar:
Tré
Vatn
Stein
Plöntu
Að auki fylgir hugleiðsla sem leiðir okkur í tengingu við kristalinn í miðju Móður Jarðar.
Hægt er að hlusta á hugleiðslurnar hvar og hvenær sem er í náttúrunni.
Kynntu þér málið betur hér.
Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!