Lýsing
Í fyrsta Sálarfóðrinu munum við hugleiða inn á ljósverurnar í kringum okkur, draga spil og leita leiðsagnar ef við viljum.
Við byrjum kl. 18.00 á að stilla okkur inn á stundina, skoðum ásetning okkar og leitum jafnvel leiðsagnar með því að draga leiðsagnarspil. Við erum með mikið af leiðsagnarspilum sem þú getur valið úr til að draga en þú mátt að sjálfsögðu koma með eigin spil.
Við förum svo inn í hugleiðslu þar sem við tengjum við ljósverur og njótum þeirra leiðsagnar og heilunar.
Stundina leiðum við, Hrabbý og Alma, en við munum stilla inn á orkuna fyrir samveruna og fylgja þeirri leiðsögn sem við fáum fyrir hverja Sálarfóðurs stund.
Við hvetjum þig til að koma með bók og skriffæri til að skrifa hjá þér upplifanir og upplýsingar sem þú færð.
Það er nauðsynlegt að skrá sig og aðeins eru 18 pláss í boði. Við verðum á Krókhálsi 5A, 2. hæð til vinstri.