Tengjumst náttúrunni

5.900 kr.

Til að hjálpa þér að tengjast náttúrunni á dýpri hátt bjuggum við til þennan hugleiðslupakka sem ætlaður er til notkunar úti við. Pakkinn inniheldur fjórar hugleiðslur þar sem þú tengist ólíkum fyrirbrigðum í náttúrunni og skoðar hvaða gjafir og skilaboð þau hafa að færa þér. Að auki fylgir pakkanum hugleiðsla sem leiðir þig djúpt inn að miðju Jarðarinnar til að efla tengingu þína við hana. Með kaupum tryggir þú þér ótakmarkaðan aðgang að hugleiðslunum í 6 mánuði, að þeim tíma loknum býðst þér að endurnýja tímabilið fyrir 2.500 kr. 

Lýsing

Að tengjast náttúrunni og gjöfum hennar er okkur afar mikilvægt enda erum við partur af Jörðinni og hún er hluti af okkur. Gjafir þess að tengjast náttúrunni eru meðal annars hugarró, umvefjandi kærleikur og friður til að hlusta á rödd hjartans, röddina sem reynir að tala við okkur á hverjum degi en við heyrum oft ekki í vegna skarkala hversdagsins.

Í pakkanum finnur þú hugleiðslurnar:

  • Tenging við vatn
  • Tenging við stein/klett
  • Tenging við tré
  • Tenging við plöntu
  • Ferðalag inn að kristal Móður Jarðar

Hugleiðslurnar/æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum. Við hvetjum öll sem nýta sér pakkann til að halda dagbók yfir skynjarnir sínar og upplifanir, því þær geta verið ólíkar frá degi til dags og á milli svæða og landa. Að skrá upplifanir sínar á þennan hátt er frábær leið til að halda utan um allar þær upplýsingar sem koma til okkar í gegnum tengingar okkar við náttúruna.

Það er von okkar að hugleiðslurnar verði hvatning til þín að tengjast Móður Jörð og njóta samvista við hana á hverjum einasta degi. Um leið kemst þú í betri snertingu við þig og það sem hjartað þitt hefur að segja. Kaup á pakkanum tryggja þér ótakmarkaðan aðgang að hugleiðslunum í 6 mánuði frá kaupum. Eftir það mun þér bjóðast að endurnýja tímabilið fyrir 2.500 kr.

Umsagnir um Tengjumst náttúrunni hugleiðslupakkann:

“Hugleiðslurnar í Tengjumst náttúrunni eru boð inn í svo dásamlegan heim þar sem hægist á huganum og allri líkamsstarfsemi og við erum komin í dásemdina að finna fyrir náttúruverunum og kærleika þessa ríkis móður jarðar í allri sinni mynd. Þessar hugleiðslur eru kærleikurinn.” – Sif Svavarsdóttir

“Í sumar hef ég notið þess að fara út í náttúruna og hugleiða og hef til þess notað hugleiðslupakkann Tengjumst náttúrunni. Yndislegar hugleiðslur sem hafa hjálpað mér að efla næmni mína gagnvart náttúruverunum sem eru allt í kringum okkur í náttúrunni. Að sitja í náttúrunni og róa hugann og jarðtengja sig gerir það að verkum að innsæið eflist og tengingin við móðir jörð og þær verur sem hana byggja tengjast á undraverðan hátt.

Hugleiðslurnar er hægt að gera hvar sem er úti í náttúrunni. Það þarf ekki að fara langt til þess að fara í náttúruhugleiðslu hvort sem er að ræða garð, skóg, vatn eða fjöru, því hugleiðslurnar er hægt að fara í hvar og hvenær sem er. Það besta við þessar hugleiðslur er að þær hafa hjálpað mér að víkka út og að finna að huga og hjarta opnast upp á gátt því að tengingin við náttúruverurnar gerist alltaf í gegnum hjartað.” – Bergljót Bergsdóttir