Tunglið og ég

2.000 kr.

Á námskeiðinu munum við fjalla um tunglfasana og hvernig við getum nýtt hvern og einn þeirra sem best. Auk þess ræðum við um hvernig tunglmerkið okkar (staða tungls við fæðingu) birtist í daglega lífinu, hvernig mismunandi staða tunglsins í hringnum getur haft áhrif á okkur og hvernig við getum fylgst með okkur sjálfum í gegnum merkin og frumefnin. Við fjöllum einnig um tæki og tól sem gott er að hafa til að vinna með tunglinu og hringrás þess.

Categories: ,

Lýsing

Mannkynið hefur lengi tengt við tunglið og áhrif þess á daglegt líf en í gegnum aldirnar hafa tengsl okkar við tunglið og náttúruna minnkað. Á þessu námskeiði munum við skoða hvernig við getum tengst tunglinu og hringrás þess betur enda hefur tunglið margvísleg áhrif á okkur og allt í kringum okkur.