Starcodes skólinn og Orkusteinar á Heimsljósmessunni

Heimsljós 2024

Starcodes skólinn og Orkusteinar voru með kynningar og sölubás á Heimsljósmessunni sem fór fram í Lágafellsskóla um síðustu helgi. Það er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta andlega ættarmótið sem haldið er ár hvert. Mörg knúsin og kærleikurinn allt umvefjandi um leið og hægt er að kynna sér ólík meðferðarform, kynnast og fræðast fyrir líkama og sál. Það er alltaf gaman að sjá kunnugleg andlit en við erum þakklátar fyrir frábæra helgi og fyrir alla sem gáfu sér tíma til að staldra við hjá okkur. 🙏💜

 

Share This Post