Tímamót í starfi Starcodes skólans!

Tímamót í starfi Starcodes skólans

Í byrjun september komu saman á upphafshelgi námskeiðsins Þín persónulega umbreyting í Úthlíð í Biskupstundum, sex áhugasamir nemendur ásamt fjórum fílelfdum leiðsögukonum.

Þetta ár markar tímamót í sögu Starcodes skólans þar sem fyrsti karlkyns nemandinn hefur stigið inn fyrir dyrnar á námskeiðinu og er það stórt skref inn í framtíðina, því saman stuðla öll kyn að breyttum og bættum heimi.

Helgin var dásamleg í alla staði og létum við veður vott og lárétta rigningu ekki hafa áhrif á okkur. Það fór vel um alla í Úthlíðarkirkju þar sem að nemendur og leiðsögukonur stigu samstíga inn í heim engla, dreka og meistara.

Það er alltaf sambland af eftirvæntingu og spennu þessa fyrstu helgi, þátttakendur og leiðbeinendur eru spenntir fyrir því sem koma skal, að kynnast hvoru öðru og að átta sig á hvað þetta námskeið gengur út á.

Sjálfsvinna er stærsta verkefni námskeiðsins og hafa nemendur stungið sér til sunds og eru byrjaðir að kafa djúpt inn í sína sál.

Það er dásamlegt að sjá þátttakendur stíga út fyrir skelina, læra að treysta samferðafólkinu, tjá sig og opnast smátt og smátt eins og fallegt lótusblóm um sína líðan og upplifun.

Það vekur athygli að þátttakendur láta langar vegalengdir ekki hafa áhrif á sig, ein kemur frá Danmörku í allar staðarlotur, tvö frá Akureyri og þrjár frá suðvesturhorninu.

Fyrir mig sem nýja leiðsögukonu þá er ég full þakklætis og hlakka til vinnu vetrarins með þessum dásamlega hópi.

Kærleikskveðja,

Þurý

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post