Tunglið og ég

vefnámskeið

Miðvikudaginn 29. nóvember héldum við námskeið um tunglið og áhrif þess á okkar daglega líf. 

Tunglið og ég

vefnámskeið

Miðvikudaginn 29. nóvember milli 17.30 og 19.00 munum við fjalla um tunglið, tunglfasana og hvernig hver þeirra hefur sína kosti.

Hvers vegna tungl?

Tunglið hefur lengi verið okkur stöllum hugleikið enda höfum við fundið meira fyrir áhrifum þess eftir því sem við leggjum meiri áherslu á tengingu við jörðina og hringrás hennar. Við höfum líklega alltaf fundið vel fyrir áhrifum tunglsins en ekki verið meðvitaðar um þau fyrr en við fórum að velta fyrir okkur áhrifum himintunglanna og tengja við þau.

Kraftur tunglsins

Mannkynið hefur jú lengi tengt við tunglið og áhrif þess á daglegt líf en í gegnum aldirnar hafa tengsl okkar við tunglið og náttúruna minnkað en með breyttri tíðni erum við aftur að styrkja tenginguna við orku þeirra.

Hvað erum við að ræða?

Fjallað var um tunglið, tunglfasana og hvernig hver þeirra hefur sína kosti. Við ræðum um hvernig tunglmerkið okkar (staða tungls við fæðingu) birtist í daglega lífinu, hvernig mismunandi staða tunglsins í hringnum getur haft áhrif á okkur og hvernig við getum fylgst með okkur sjálfum í gegnum merkin og frumefnin. Við fjöllum einnig um tæki og tól sem gott er að hafa til að vinna með tunglinu og hringrás þess.