Útskrift úr Lifðu þinn tilgang

Heimsljós 2024

Í febrúar lauk hópur magnaðra einstakling framhaldsnámskeiðinu Lifðu þinn tilgang eftir 5 mánaða ferðalag.

Á námskeiðinu unnu þau í gegnum 5 nýjar orkustöðvar, sem bætast þá við þær 12 sem þau ferðuðust í gegnum á grunnnámsskeiðinu Þín persónulega umbreyting. Þau hafa því virkjað forna ljóskóða Atlantis í 17 orkustöðvum og unnið með þau verkefni sem það færði þeim, bæði erfið og gleðileg.

Við erum óumræðanlega stoltar af því hversu hugrökk, heiðarleg og auðmjúk þau voru í gegnum þetta ferðalag og vitum að þau eiga eftir að gera stórkostlega hluti í framhaldinu, hvert á sinn hátt.

Við erum þeim líka svo innilega þakklátar fyrir að treysta okkur fyrir því að leiða þau áfram þann veg sem við sjálfar höfum þegar gengið. Takk og til hamingju💜

Við minnum á að skráning á grunnnámskeiðið okkar Þín persónulega umbreyting 2025-2026 er hafin á heimasíðunni okkar, en að þessu sinni verður námið einnig í boði í Eyjafirði. Þú getur fengið meiri upplýsingar hér

Við hvetjum ykkur til að skoða málið ef hjartað ykkar kallar á hamingjuríkara líf.

 

Share This Post