Skilmálar og skilyrði um notkun
Velkomin á vefsíðuna okkar. Ef þú kýst að vafra um og nota þessa vefsíðu undirgengst þú og ert bundin/bundinn/bundið af eftirfarandi skilmálum og skilyrðum um notkun, en þessi skilyrði í samspili við Friðhelgisstefnu (e. Privacy Policy) ramma inn tengsl Starcodes Academy sf. við þig í gegnum þessa vefsíðu. Ef þú samþykkir ekki skilmálana og skilyrðin að hluta til eða í heild biðjum við þig vinsamlegast um að nota ekki vefsíðuna.
Þegar talað er um Starcodes Academy, okkur eða við er verið að vísa í eiganda vefsíðunnar Starcodes Academy sf. kt. 5101022820 sem skráð er til heimilis í Álfkonuhvarfi 37, 203 Kópavogi, Íslandi. Tilvísanirnar notandi eða þú/þið vísar til notanda vefsíðunnar.
Notkun þessarar vefsíðu er háð eftirfarandi notkunarskilmálum:
Allt efni síðunnar er einungis ætlað notanda til upplýsingagjafar og notkunar. Efni síðunnar getur tekið breytingum án fyrirvara. Vefsíðan notast við vafrakökur til að fylgjast með hvaða efni er líklegt að notandinn kjósi að sjá.
Hvorki við né þriðji aðili ábyrgjast nákvæmni, tímalínu, framkvæmd, fullkomnun eða hentugleika þess efnis sem vefsíðan sýnir fyrir hvaða tilgang sem er. Notandi gengst undir að upplýsingar og efni gætu innihaldið ónákvæmni eða villur og við afsölum okkur ábyrgð á slíkri ónákvæmni og/eða villum að marki sem lagalegt svigrúm leyfir.
Notkun efnis af vefsíðunni er á þína eigin ábyrgð, við erum ekki ábyrg fyrir henni. Það er einnig á þína ábyrgð að tryggja að vörur, þjónusta og upplýsingar sem aðgengilegar eru í gegnum þessa vefsíðu uppfylli þínar kröfur.
Þessi vefsíða inniheldur efni sem við erum eigendur af eða okkur verið veitt leyfi til að nota. Efnið inniheldur, en takmarkast ekki af, hönnun, útliti, formhönnun, birtingu og grafík. Öll endurgerð/eftirprentun er óheimil með tilvísun í lög um höfundarrétt, sem eru að hluta til undirstaða þessara skilyrða.
Öll vörumerki sem eru sýnd á þessari vefsíðu og eru ekki í eigu Starcodes Academy sf., hafa tilheyrandi tilvísanir til skráðra eigenda sinna á þessari vefsíðu. Óheimil notkun þessarar vefsíðu getur leitt til skaðabótakröfu og/eða verið ólögleg.
Af og til getur þessi vefsíða innihaldið tengla á aðrar vefsíður. Þessir tenglar eru þér til þæginda og til að veita frekari upplýsingar um afmarkað efni. Þeir gefa ekki til kynna að við styðjum/styrkjum viðkomandi vefsíður. Við berum enga ábyrgð á innihaldi þeirra vefsíðna sem tenglarnir vísa til.
Námskeið
Almennir skilmálar allra námskeiða:
Skráningar á námskeið eru aðeins í gegnum vefsíðuna. Greiða skal staðfestingargjald við skráningu.
Staðfesting á skráningu er send með tölvupósti sem inniheldur nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag, s.s. dagsetningu eindaga fyrir eftirstöðvum námskeiðsgjalds, allt eftir því um hvaða námskeið er um að ræða. Með greiðslu staðfestingargjalds fyrir námskeið á okkar vegum samþykkir þú þessi skilyrði og skilmála. Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft nema annað sé tekið fram.
Við kaup á efni á vef okkar skal greiða efnið að fullu við kaup. Efnið aðgengilegt þar eftir á vef félagsins. Vefnámskeið eru aldrei endurgreidd.
Allt námsefni sem afhent er á styttri eða lengri námskeiðum s.s. prentefni, hljóðskrár, myndbönd eða efni á öllu öðru formi er í eigu Starcodes Academy sf. og einungis til persónulegra nota þess sem viðkomandi námskeið sækir. Öll afritun eða deiling á námsefni, sem og opinber notkun þess er með öllu óheimil.
Starcodes Academy sf. áskilur sér rétt til að hafna umsóknum á námskeið eða í samfélagið Hjartaakurinn þar sem slíkt á við og er staðfestingargjald þá endurgreitt.
Lengri námskeið:
Á lengri námskeiðum s.s. Þín persónulega umbreyting og Lifðu þinn tilgang greiða þátttakendur staðfestingargjald og inna síðan af hendi mánaðarlegar greiðslur. Þegar staðfestingargjald hefur borist hefur þátttakandi skuldbundið sig til að sitja allt námskeiðið, bæði staðlotur og fjarfundi, og til að greiða mánaðarlegar greiðslur námskeiðsgjalda fyrir eða á tilteknum eindaga. Ef greiðslur berast ekki samkvæmt áætlun verður krafan send í innheimtu og lokað verður fyrir aðgang að efni. Ekki er hægt að fá mánaðarlega tendrun vígslukóða nema að greiðslur standi í skilum.
Þátttakendur á lengri námskeiðum á vegum Starcodes Academy skuldbinda sig til að nýta ekki hugvíkkandi efni svo sem ayahuasca og ofskynjunarsveppi meðan á námskeiðinu stendur.
Engla Reiki
Við greiðslu staðfestingargjalds fær þátttakandi aðgang að undirbúningsefni á vef okkar. Ef lokagreiðsla fyrir námskeiðið berst ekki á eindaga verður lokað fyrir aðgang að efni á vef og skráning fellur niður.
Ef afbókað er á námskeiðið innan 14 daga frá upphafi þess er helmingur þátttökugjalds endurgreiddur, ef afbókað er innan 7 daga frá upphafi námskeiðs fæst þátttökugjald ekki endurgreitt. Staðfestingargjald er óafturkræft og gildir ekki upp í annað/næsta námskeið ef þátttakandi hættir við.
Yfirlýsing um ábyrgð á eigin heilsu
Það skilyrði fyrir bókun á Engla reiki vinnustofu, sem og á námskeiðin Þín persónulega umbreyting og Lifðu þinn tilgang að þátttakandi láti kennara vita ef viðkomandi á sér sögu um eftirfarandi: Vandamál varðandi misnotkun áfengis, lyfja og/eða eiturlyfja. Geðræn vandamál, bæði ómeðhöndluð og þau sem verið er að meðhöndla nú með lyfjum eða annars konar meðferð. Hvað annað varðandi andlegt og líkamlegt heilsufar sem krafist getur sérstaks fyrirkomulags, eða þátttakandi telur mikilvægt að kennari viti um. Til dæmis (en ekki eingöngu) má nefna sykursýki, hjartaöng, flogaveiki, hvort þátttakandi taki nú eða muni taka einhver lyf meðan á vinnustofunni stendur og hvort þátttakandi hafi áður orðið fyrir erfiðum áhrifum eða reynslu við hvers konar orkuvinnu. Þátttakandi ber ábyrgð á sinni vellíðan og á því að upplýsa og ræða við kennara/leiðbeinendur um ofangreint og hvað annað sem mikilvægt gæti verið fyrir þau að vita við bókun á þessari vinnustofu. Skráningu telst ekki lokið fyrr en eyðublað þess efnis hefur verið fyllt út, það undirritað og því skilað til Starcodes Academy.
Hjartaakurinn andlegt samfélag
Allt efni sem aðgengilegt er innan samfélagsins er skapað af Starcodes Academy sf. og er eign félagsins nema annað sé tekið fram. Óheimilt er að dreifa efninu eða deila með öðrum, aðeins áskrifandi skal hafa aðgang að efninu og gildir sá aðgangur meðan á áskrift stendur.
Ef þátttakendur verða uppvísir að brotum á skilmálum okkar og reglum sem samþykktar eru í Facebook hóp Hjartaakursins er heimilt að loka alfarið fyrir aðgang að samveru (vef og fundum) sem og efni.
Ef farið er gegn reglum í samveru á Facebook síðu og á fundum áskilur Starcodes Academy sf. sér rétt til að loka fyrir aðgang að samveru út skuldbindingartímabilið og verður áskrift þá ekki endurnýjuð.
Ef efni er dreift utan hópsins verður öllum aðgangi lokað. Haft verður samband við áskrifanda ef upp kemur grunur um brot á skilmálum áður en farið er í aðgerðir.
Áskrifandi skuldbindur sig til greiðslu þann tíma sem hann velur að vera áskrifandi að Hjartaakrinum. Áskrift er virk þar til henni er sagt upp, áskriftin stöðvast því ekki sjálfkrafa að skuldbindingartíma loknum. Ef sjálfvirkum greiðslum verður hætt áður en skuldbindingartímabili lýkur skal koma þeim aftur á innan 48 tíma, að öðrum kosti áskilur Starcodes Academy sf. sér rétt til að senda greiðslurnar í innheimtu eftir 7 daga.
Almennir skilmálar Starcodes Academy sf. hér á síðunni gilda um samfélagið eins og aðra starfsemi.
Ljóskóðar
Hægt er að panta ljóskóða í gegnum vefsíðuna. Staðfesting sem berst í tölvupósti inniheldur greiðsluupplýsingar, með því að ljúka greiðslu hefur þú samþykkt þessa skilmála og skilyrði. Þegar greiðsla hefur borist er ljóskóðunum miðlað og sendur í prentun innan 30 daga. Ef þú hefur valið að sækja ljóskóðann færðu tilkynningu þegar hann er tilbúinn. Hægt er að sækja ljóskóðann til okkar án endurgjalds eða fá hann sendan. Sendingarkostnaður miðast við gjaldskrá Póstsins og hann þarf að greiða fyrir fram. Sendingin er ekki tryggð en viljir þú bæta við tryggingu þá bætist það gjald ofan á sendingarkostnaðinn samkvæmt gjaldskrá Póstsins.
Öll verð eru í ISK svo verð utan Íslands munu alltaf ráðast af gengi hverju sinni. Öll verð geta breyst án fyrirvara.
Persónulegum ljóskóðum er ekki hægt að skila þar sem þeir eru sérhannaðir fyrir hvern og einn. Ljóskóða Engla Reikis og annarra meðferðarforma er hægt að skila innan 30 daga að því gefnu að hann sé í sama ástandi og við afhendingu, ónotaður og í upprunalegum umbúðum. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur né færslukostnaður.
Vinsamlegast skoðið vöruna við afhendingu og hafið strax samband við Starcodes Academy ef hún er gölluð eða skemmd svo hægt sé að skoða málið.
Starcodes Academy sf. ber ekki ábyrgð á skemmdum á vöru og/eða á því ef vara glatast eftir að hún hefur verið afhent Póstinum, eða ef heimilisfang viðtakanda er ekki fullnægjandi eða ekki rétt skráð.